Kirkjuritið - 01.04.1954, Blaðsíða 9

Kirkjuritið - 01.04.1954, Blaðsíða 9
TRÉN TVÖ í KROSSINUM 151 Þá lifandi röddu sinni. Þeir vildu ekki afneita sjálfum sér. Sjálfselskan getur einnig ráðið á trúarsviðinu, þannig að vér viljum hafa Guð til þess að hrinda í framkvæmd hug- sjónum vorum og fyrirætlunum í stað þess að láta Guð stjórna oss og breyta oss til batnaðar. Lýðurinn var snort- inn þjóðarhrifningu, en í þeirri hrifningu hélt hann sjálf- Um sér fram og leitaði heiðurs og tignar, valda og ham- ingju fyrir sjálfan sig — gegn vilja Guðs og veldi yfir þeim. Þjóðarhrifning getur einnig verið í andstöðu við Guð. Frá krossi Jesú leggur birtu á alla söguna og yfir hugs- anir vorar og hjörtu, jafnvel yfir dularlöngun hjartans til Þess að losna við Guð og eignast máttinn og dýrðina. En það var ekki þetta eitt, sem lét kross Jesú verða til. Hefði svo verið, þá hefði krossinn blátt áfram verið úgnin ein, en ekki hjálpræðistáknið, sem hann hefir verið Þúsundunum um aldirnar. Þessi kross boðar einnig annað en synd mannanna. Dauði Jesú var ekki einungis píslar- vættisdauði. Hann gekk út í dauðann af frjálsum vilja. Hann hefði vel getað komizt hjá því. En hann gjörði það ekki, af því að hann vildi ekki sleppa hendinni af syndug- Urn mönnum. Hann vissi um allan hag þeirra. Hann vissi, að undirrótin að öllu böli mannanna er mótspyrnan móti Guði og fráhvarfið frá honum, og að hún myndi verða eilíf ógæfa mannanna, ef ekki yrði sigrazt á henni. Hann §at ekki gengið fram hjá þessu. Hann réðist miklu framur keint að því bölvi, fús til þess að þola allt, ef hann gæti aðeins bjargað mönnunum frá því, sem er mesta ógæfa lífsins og bölvun. Hann vildi taka á sig verstu illgerðir aiannanna til þess að verða þeim til hjálpræðis með kær- l^ika sínum, er liði kvöl. Þannig varð k æ 'r 1 e i k i Guðs augljós mitt í hinum synduga heimi. Þegar vér segjum, að það hafi verið kær- leiki Guðs, sem gekk hér á hólm við syndina í heiminum, Þá er það af því, að vér trúum því, sem stendur í Nýja

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.