Kirkjuritið - 01.04.1954, Blaðsíða 15

Kirkjuritið - 01.04.1954, Blaðsíða 15
Gleðifregn páskanna. Gamall og góður landssiður var það hér á landi, er ^enn hittust á fömum vegi, að spyrja hver annan, hvað helzt væri tíðinda. Samgöngur voru ekki örar, og fréttir bárust hægt og strjált. Enn er það svo, að nýjar fréttir eru fremstar alls þess, er biöð og útvarp birta. Þær eru mæniás alls efnis blaða °g útvarps. Hver skyldi nú vera hin mesta frétt, sem birzt hefir? Fréttin um lausn kjarnorkunnar kæmi þar vafalaust framarlega. Hún markaði tímamót. Og þar skeði það ein- kennilega, að allir hlutu að sjá, að hér voru timamót ttiörkuð. En venjulega er það svo, að tímamótin mestu fara þannig fram, að enginn sér, fyrr en seinna, og það ef til vill löngu seinna, að hér voru tímamót mörkuð. Fæstir hafa gefið því nokkurn verulegan gaum, þegar ungur og lítt þekktur maður, að nafni Marteinn Lúter, ^esti upp nokkrar setningar um aflátssölu og bauðst til Þess að verja þær í venjulegri rökræðu. Fæstir taka einnig eftir því, þegar gerðar eru þær upp- götvanir, sem marka tímamót. Þær gerast einhvers staðar inni í vinnustofum vísindamannanna, og afleiðingar þeirra homa fram seint og síðar meir. * Þannig var það og um þau tíðindi, sem drýgst tímamót hafa markað með vestrænum þjóðum: Kristui' er upp risinn. Þessi fregn var fyrst sögð fátækum almúgakonum aust-

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.