Kirkjuritið - 01.04.1954, Blaðsíða 38

Kirkjuritið - 01.04.1954, Blaðsíða 38
180 KIRKJURITIÐ í Þjóðskjalasafni hafa varðveitzt tvö brot af þýðingum Ólafs, og er annað á riti eftir Palladíus, og eru bæði merk. En herra Ólafur fékkst við annað en þýðingar. Hann kom lagi á kirkjusönginn. Um það ber heimildum saman. Skeður það sumpart með fyrirmælum um messusönginn, sumpart með sálmabókarútgáfunni. Messusöngur herra Ólafs hefir varðveitzt í grallaraafskriftinni í Konungsbókhlöðu. Er hand- rit það með fegurstu pappírshandritum. Þegar hliðsjón er höfð af hinu svonefnda Antephonarium Holense í Þjóðskjalasafni, þá er myndunarsaga hins prentaða grallara Guðbrands 1594 skýr. Siðskiptin leiddu af sér fleiri breytingar en í kirkjusiðum einum. Siðskiptin höfðu i för með sér allverulegar breytingar á landsrétti og lögum, sem miðuð voru við kaþólska heims- skoðun. I handritum hafa varðveitzt breytingar á Kristnirétti Staða- Árna, sem eignaðar eru þeim Ólafi Hjaltasyni og Árna Gísla- syni. Eftir Kristnirétti varð að fara og eftir honum var dæmt, og eru nokkur ákvæði hans í gildi enn í dag. Það er því eðli- legt, að andlegt og veraldlegt yfirvald taki höndum saman um endurskoðun gildandi laga, er grundvöllur þeirra breytist. Hitt er sennilega rangt, sem segir í tveimur handritum þess- um frá siðara hluta 18. aldar, að Kristniréttur þessi hinn yngsti hafi verið lögtekinn árið 1575. Handritin eru mörg, og eru mér kunn ein 35 alls. 1 textanum kemur margt eftir- tektarvert fram, sem stuðlar að auknum skilningi á þessu merkilega tímabili. Bréfabók Ólafs hefði verið gagnlegt að eiga nú. Hún er samt glötuð, en virðist hafa verið til árið 1701, nema þá sé átt við slitur það af máldagabók, sem enn er til í frumriti. Eitt örnefni er kennt við herra Ólaf. Það eru Ólafsvörður á Stórasandi. Þar á herra Ólafur að hafa legið úti með svein- um sínum í kafaldsbyl, og til þess að halda á sér hita hafi þeir farið að hlaða vörður þessar, sem enn sér fyrir. Nú skal að endingu drepið á dánardægur hans, hvenær það hafi borið að. Eigi fer sira Þórður rétt með dánardag hans í æfiágripi hans, og hefir sú vitleysa meðal annarra komizt inn í biskupasögur sira Jóns Halldórssonar. Er svo sagt, að hann eigi að hafa dáið árið 1568 eða 1569, annan

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.