Kirkjuritið - 01.04.1954, Qupperneq 44

Kirkjuritið - 01.04.1954, Qupperneq 44
Erlendar fréttir. Hvað gerði dr. Albert Scliweitzer við Nobelsverðlaunin ? Margir kannast við hinn fræga þýzka kristniboða dr. Albert Schweitzer. Hann er víðkunnur heimspekingur, læknir, guð- fræðingur og tónlistarmaður, en það, sem mest er um vert, er hið mikla mannúðarstarf, sem hann hefir unnið meðal svert- ingjanna í Vestur-Afríku. f viðurkenningarskyni fyrir störf sín hlaut hann friðar- verðlaun Nobels fyrir s.l. ár, 540000,00 kr. Hvernig hefir hann notað þetta fé? öllu hefir því verið varið til þess að auka við sjúkrahúsin í kristniboðsstöðinni í Lambarene, og svo önnum kafinn var Schweitzer við þessar byggingar, að hann gaf sér ekki tíma til að fara til Oslo, til þess að taka á móti verðlaununum. Dr. Schweitzer er nú orðinn 78 ára gamall, en hann ann sér engrar hvíldar, daglega vinnur hann að læknisstörfum, og eftir langan vinnudag „hvílir“ hann sig við ritstörf eða túnlistariðkanir. Hann er löngu heimsfrægur rithöfundur og auk þess frábær tónlistarmaður, einn mesti orgelsnillingur, sem nú er uppi. Dr. Albert Schweitzer er nú almennt talinn einn merkasti maður sinnar samtíðar. Billy Graliam í Bretlandi. Billy Graham heitir vakningaprédikari einn í Bandaríkjun- um, sem vakið hefir á sér mikla athygli, og hefir hann haldið fjölmennar samkomur víðs vegar um Bandaríkin. 1 byrjun marz kom hann til Bretlands, og hafði koma hans verið mjög rækilega undirbúin af brezkum áhugamöimum. Hefir hann haldið samkomur í stóru hringleikahúsi í London, er rúmar um 11 þús. manna, og er aðsókn sögð mikil að samkomum hans.

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.