Kirkjuritið - 01.04.1954, Blaðsíða 49

Kirkjuritið - 01.04.1954, Blaðsíða 49
FRÉTTIR 191 °g söngkennari verður þar. Söngmálastjóri þjóðkirkjunnar, Sigurður Birkis, mun dveljast þar um hálfan mánuð. Kennsl- an verður m. a. í kristnum fræðum, íslenzkri bókmenntasögu, frjárækt, þjóðdönsum og öðrum útiíþróttum. Dvalarkostnaði verður öllum mjög í hóf stillt. Aðsókn að Löngumýrarskólanum hefir ætíð verið mjög góð, °g rnun því sennilega mega vænta hins sama á þessu nýja starfssviði hans. Hefir skólastýran jafnan getið sér bezta orðstír. Allar upplýsingar varðandi sumarskólann gefa: Aðalsteinn Eiríksson, námsstjóri, Reykjavík, Ingibjörg Jóhannsdóttir, skólastjóri, Löngumýri, og séra Pétur Sigurgeirsson, Akureyri. Prestastefna íslands verður að forfallalausu háð í Reykjavík dagana 21.—23. júní næstkomandi og hefst í Dómkirkjunni með guðsþjónustu °g prestsvígslu. Séra Friðrik A. Friðriksson prófastur á Húsa- vík mun flytja synodusprédikun og lýsa vígslu. Aðalmál prestastefnunnar verður: Kirkjan og líknarmálin. '— Dagskrá verður auglýst síðar. Aðalfundur Prestafélags íslands. Aðalfundur Prestafélags fslands 1954 verður að forfalla- k'iusu haldinn í Reykjavík fimmtudaginn 24. júní, og er dag- skrá hans ákveðin, sem hér segir: Kl. 9.30 f. h. Morgunbænir í Háskólakapellu. ■— 10 — Fundurinn settur í hátíðasal Háskólans. Ávarp formanns. Skýrsla stjórnarinnar. Reikningar. —-11 — Önnur félagsmál. Kosning stjórnar og endur- skoðenda. — 1.30 e.h. Framkvæmd aukaverka. — 4—5 — Sameiginleg kaffidrykkja. — 5 — Húsvitjanir í kaupstöðum. önnur mál. ■— 6 — Fundarslit. Kvöldbænir. KIRKJURITIÐ kemur út 10 sinnum á ári. — Verð eins og áður kr. 25.00. Afgreiðsla hjá Elízabet Helgadóttur, Hringbraut 44. Sími 4776.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.