Kirkjuritið - 01.04.1954, Blaðsíða 32

Kirkjuritið - 01.04.1954, Blaðsíða 32
174 KIRKJURITIÐ sambúð við hans dóttur. Sveinn selur sira Ölafi sjálfdæmi í málinu, og verða þau Hallfríður að ganga að allhörðum kost- um. Má þvi þykja sýnt, að spjöll hafi nokkur orðið í sam- búðinni og Sveinn flekað dóttur sira Ólafs, en þessa er hvergi getið annars staðar í heimildum. Móðerni Hallfríðar er eigi þekkt, því ólíkindi eru til, að Ólafur hafi átt hana með Sigríði Sigurðardóttur, er varð kona hans. Afdrifa þeirra Sveins og Hallfríðar er'hvergi getið. Dótturbörn herra Ólafs hafa verið til eftir því, sem segir í Sigurðarregistri 1569, en eigi eru þau nafngreind. Herra Ólafur átti einnig son, Hjalta að nafni, er prestur var í Fagranesi á Reykjaströnd, rýru prestakalli, og drukknaði á Skagafirði á Þorláksmessu fyrir jól veturinn 1588. Sira Hjalta getur fyrst í skjölum í bréfabók herra Guðbrands árið 1571. Má af bréfabókinni sjá, að sira Hjalti hafi verið blá- snauður maður, og er átakanleg lýsingin á neyð hans árið 1574. En það er eftirtektarvert, að það er Jón lögmaður’ Jóns- son, sem bendir Guðbrandi á neyð sira Hjalta. Og það skal þó sagt, að Guðbrandur reynir eftir megni að bæta úr henni, því að bóngóður var hann öllum þurfandi mönnum. En fremur er það fágætt, að biskupssonur sitji i rýru brauði við kröpp kjör. Mætti draga af því þá ályktun, þar sem sira Hjalta getur fyrst í heimildum frá dögum herra Guðbrands, að hann hafi þá verið fremur ungur, enda er það stutt af öðru. 1 Fitjaannál frá síðara hluta 17. aldar er svo talið, að Ólafur hafi átt þenna son með Sigríði Sigurðardóttur, áður en hann varð biskup, og þá áður en þau gengu í hjónaband, en eigi er það víst, að sú heimild sé rétt. Þegar tilraun er gjörð til að lýsa hjónabandi þeirra Ólafs og Sigríðar, verða það miklir erfiðleikar að meta og vega heimildir, að hér gefst ekki rúm til annars en að draga fram nokkrar staðleysur og staðreyndir og lýsa niðurstöðum í mjög stuttu máli. Eigi er vitað, hvenær þau Sigríður og Ólafur gengu í hjóna- band, en í heimildum er svo talið, að hústrú Sigríður hafi verið systir sira Jóns Sigurðssonar í Laufási, er varð þar eftir- maður herra Ólafs. Sé þetta rétt, þá ætti hún að hafa verið sonardóttir sira Jóns Finnbogasonar í Laufási, er var þar for- veri Ólafs Hjaltasonar. Það er eftirtektarvert, hversu vel herra

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.