Kirkjuritið - 01.04.1954, Blaðsíða 35

Kirkjuritið - 01.04.1954, Blaðsíða 35
HERRA ÓLAFUR HJALTASON 177 ríður og Bjarni Sturluson lögréttumaSur munu aldrei hafa fallið í hórdóm. Hafi brotið yfirleitt átt sér stað, þá hefur það gerzt með öðrum Bjarna. Lausaleiksbarn þeirra Sigríðar °g Bjarna lögréttumanns fæðist fyrst 200 árum síðar í ey- firzkri ættartölu. I hinni merkilegu dómabók Lbs. 10, fol., sem rituð er um 1630—40, er skilnaðardómur Hans bartskera Eylerssonar og Oddnýjar Jónsdóttur vegna hórdómsbrots hennar, uppkveðinn árið 1562. Fylgir þar athugasemd þessi: Þessum dómi kemur saman við dóm þann, er dæmdur var um herra Ólaf á Alþingi, að þau skyldu skilja, hver að stendur í bréfabók Sæmundar Árnasonar. — Sá dómur er nú með öllu týndur. Og dóms- forsendum skilnaðardóms þeirra Hans og Oddnýjar kemur ekki saman við frásögn sira Þórðar af kvennamálum herra Ólafs. Niðurstaðan er þá sú, að samkvæmt athugasemd dómabók- arinnar eigi þau Sigríður að hafa skilið einhvern tímann á árunum 1565—1568, en hins vegar bendir allt til, að i munn- mælum hafi hrösun Hallfriðar í Laufási breyzt í breyskleika ^igríðar á Hólum. Herra Ólafur reyndist áhugasamur um skólann á Hólum eg önnur menningarmál. Hann lætur starfrækja prentverkið a Breiðabólstað, en illu heilli er flestallt, sem þá var prentað, glatað nú. Hr þeirri prentsmiðju er eigi annað varðveitt frá l)eim tíma en ræfill af Passio, píslarsögu Bugenhagens, sem Oddur Gottskálksson lagði út, en hana átti að lesa í kirkjum að boði ordínanzíunnar, og annar ræfill af Guðspjallabók Ólafs Öjaltasonar. Hitt vitum vér með fullri vissu, að herra Ólafur iát prenta sálmabók og fræðakver auk ritlinga ónefndra. Svo heppilega vill til, að allur texti Guðspjallabókarinnar kefir varðveitzt í góðu afriti í samtíða skinnbók, sem geymd er í Stokkhólmi, og bætist þá um það bil einn fjórði við les- ^ál hinnar ljósprentuðu útgáfu, sem er í margra höndum. Áið athugun kemur í ljós, að textaviðbótin vitnar beint til kinnar týndu sálmabókar, og þegar fikrað er áfram eftir þeim abendingum, sem þar eru gefnar, þá koma í ljós það mörg 'jPphöf, að gjörlegt er að fullyrða, að fyrirmynd Sálmabókar L*lafs er hin danska sálmabók Hans Tavsens. Ennfremur vill svo vel til, að 3 sálmar heilir hafa varðveitzt í afskriftinni af 12

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.