Kirkjuritið - 01.04.1954, Blaðsíða 11

Kirkjuritið - 01.04.1954, Blaðsíða 11
TRÉN TVÖ í KROSSINUM 153 Sá maður vissi ekki, hvað hann sagði. Því að neyð ver- aldarinnar hefir níst hjarta hans. Hann gleymdi kross- inum. Þeim verður það mörgum, þegar þeir tala um Guð °g heiminn, eins’ og hann er. Fyrst hafna menn kross- inum — þeir vilja ekki heyra hann nefndan, hafa hans enga þörf — og síðan spyrja þeir, hvemig Guð breyti í naun og veru við heim, þar sem svo mikið sé af illu. Þar er krossinn svarið. Og vilji menn ekki hlýða á það svar, Þá fá þeir í raun og veru ekkert svar. En þá er það ekki heldur kristindóminum að kenna. Á krossi Krists hefir kærleiki Guðs orðið fyrir allri vonzku veraldarinnar. Á krossinum gengur hann á hólm við hana. Krossinn birtir oss kærleika Guðs, sem það gjörir. Gyðingar hugðu, að Þegar Guð tæki í taumana og berðist við vonzku veraldar, þá myndi hann mola og tortíma. Þeir eru alltaf margir, sem hugsa sér það. En Guð í Kristi fór aðra leið. Hann hefir gengið á hólm við vonzku veraldar. En stríð hans var fórn — fórn búin mætti til hjálpræðis. Krossinn merkir það, að kærleiki Guðs er kominn alla leið niður til vor, hvar sem vér erum staddir. Hversu djúpt sem mannslíf er sokkið — mun kærleikurinn, er þoldi Píslir á krossi, lúta niður enn dýpra til þess að hefja það UPP til ljóssins. Inn í heim hins versta, sem mennirnir geta drýgt, gekk þessi kærleiki, til þess að vér skyldum aldrei Þurfa að verða viðskila við Guð að fullu og öllu. Þyngsta hölvun syndarinnar er sú, að hún grefur djúp milli mann- anna og Guðs. Þeir hafa á öllum tímum haft hugmynd Um það, að þeir væru orðnir viðskila við Guð sökum synda þeirra. Og þeir hafa leitazt við það sjálfir að treysta sambandið á ný. En aðeins einn megnar það........Guð sjálfur. Hann hefir gjört það með krossi Jesú Krists. Allar fórnfæringar ýmissa trúarbragða eru tilraunir mannanna til þess að láta allt gróa aftur um heilt. Fórnin á Golgata er annars konar. Þar eru það ekki mennirnir, sem færa Guði fórn til þess að bæta það, sem syndin hefir brotið °g skemmt. Þar er það Guð sjálfur, sem færir fómina.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.