Kirkjuritið - 01.04.1954, Blaðsíða 12

Kirkjuritið - 01.04.1954, Blaðsíða 12
154 KIRKJURITIÐ Hann nemur það burt, sem skilur. Hann lýtur niður að oss og gefur oss sjálfan sig, oss, sem höfum gerzt brotleg við hann, til þess að vér skulum ekki líða undir lok, held- ur öðlumst hjálpræði og nýtt líf. Það er hjálpin, að Guð kemur til vor, sem höfum syndgað, og þar sem vér erum stödd, í myrkri, syndasekt og neyð, lofar hann oss að koma til sín og öðlast samfélag við sig. Þannig er engum útskúfað. Enginn þarf að lifa án Guðs. Horfum vér á þennan kross, sjáum vér kærleik, sem eigi nemur staðar við neitt, — opinn faðm, sem er breiddur út mitt á meðal syndugra manna, og bíður aðeins eftir því, að vér komum og látum fallast í hann. En þá getum vér heldur aldrei gleymt því, að kærleik- urinn, sem birtist oss í þjáning Jesú og dauða og breiðir út faðminn móti oss, er með sáraförum syndar vorrar, þess, sem vér höfum brotið gegn Guði. Kross hans leyfir oss ekki að hugsa alvörulítið um kærleika Guðs né það, að vér séum menn syndugir. Hugsanirnar um kærleik Guðs og fyrirgefning rista grunnt, ef krossinum er gleymt. Þá brestur yfirleitt djúpan skilning á því, hvað syndin er. Syndin er uppreisn gegn Guði og ákvörðun hans oss til handa. Það er hún, sem lætur lífið hrynja í rústir. Allt þetta getur Guð ekki látið sér liggja í léttu rúmi og reist fyrirgefning sína á þeim grundvelli. Kærleikurinn, sem krossinn birtir oss, boðar ekki það, að Guði finnist synd vor vera lítil, heldur, að hann taki sjálfur á sig í Jesú Kristi þunga hennar og kvöl og afleiðingar til þess að frelsa oss frá því, er leggur líf vort í auðn. Þegar vér horfum á krossinn, sjáum vér, hvílík synd vor er frammi fyrir Guði — og þá getur oss ekki fundizt hún vera smá- vægileg. í skóla Gandhis á Indlandi bar svo við, að einn drengj- anna sagði Gandhi það, er hann lagði í fyrstu trúnað á, en sá seinna, að var ósatt. Gandhi stefndi þá öllum drengj- unum saman og sagði við þá mjög alvarlegur og harm-

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.