Kirkjuritið - 01.04.1954, Blaðsíða 41

Kirkjuritið - 01.04.1954, Blaðsíða 41
Austfirzk þjóðsaga um Passíusálmana. Athugasemd. Þjóðsaga þessi er skráð af Ásmundi Helgasyni, sem kenndur var við Bjarg í Reyðarfirði. Hann var gáfaður maður, margfróður og minnugur. Sögu þessa lærði hann af móður sinni. En hann kvaðst muna til þess, að önnur austfirzk kona, móðir Bjarna Jónssonar meðhjálpara í dómkirkjunni, hefði kunnað söguna og haft hana eins. Sagan er því skráð hér, eins og hún hefir verið sögð á Austur- iandi fyrir nærfelt 100 árum. Mér hefir verið sagt, að saga þessi i>afi áður komið á prent, en ekki veit ég, hvar eða hvenær það hefir verið, né heldur, hvernig sú gerð hennar hefir verið. Ekki hygg ég, að Ásmundur hafi um það heyrt, og þykir mér það frekar benda til tess, að hún hafi ekki áður komið út. Tel ég líklegt, að jafn-fróður maður og Ásmundur hefði um það vitað. Ef einhver veit betur en ég í þessu efni, væri skemmtilegt að fá gleggri vitneskju. — 1 mínum augum er sagan harla merkileg, aðallega fyrir þá sök, að hún sýnir, hvernig alþýðan hefir valið úr Passíusálmunum einstök vers og sálma, af því að kynngi þeirra væri meiri en annarra. Sagan ber vitni um smekk alþýðunnar og trú hennar á mátt sálmanna til varnar gegn hinu illa. — Þess skal að lokum getið, að Ásmundur heitinn gaf mér handrit sögunnar með þeim ummælum, að mér væri heimilt að birta t>að eða gera við það, hvað sem ég vildi. Jakob Jónsson. Á 17. öld bjó maður að nafni Ólafur innarlega í Vopna- fjarðardölum. Hann var vel látinn af öllum, sem þekktu hann, nema faktornum á Vopnafirði. Honum fannst hann aldrei geta náð sér nógu vel niðri á Ólafi í verzlunarvið- skiptum. Kunnugir sögðu, að Ólafur hefði aðeins reynt að halda sínu fyrir kaupmanni og hvatt aðra til þess, en aldrei farið lengra. En kaupmanni fannst annað og heitaðist við Ólaf að senda honum sendingu, sem skyldi kenna honum að hlýða lögum kaupmanna. Ekki er þess getið, að Ólafur svaraði því neinu. I ágúst, heldur síðla, fór Ólafur norður að Grímsstöðum á Hólsfjöllum. Fór hann norðurleiðina upp í Möðrudal og

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.