Kirkjuritið - 01.04.1954, Blaðsíða 29

Kirkjuritið - 01.04.1954, Blaðsíða 29
HERRA ÓLAFUR HJALTASON 171 Stígsson hafi haft vald til þessa, en því er þrásinnis neitað af herra Guðbrandi, sem útvegaði bréf Kristjáns IV., sem úrskurðaði allar gjörðir Páls ónýtar í þessum sökum. Auk þess má í þessu sambandi benda á nokkrar svonefndar undir- réttingar herra Guðbrands, sem prentaðar eru í Alþingisbók- um. Þær eru samdar til þess að hafa áhrif á dómsmenn í nokkrum málum til að dæma herra Guðbrandi í vil. Hér má benda á bréfskafla til Jóns lögmanns árið 1611: Og með því uiér einatt og hefir verið ámælt, að ég hefi talað um nokkur kot, herra Ólafur hefir fargað. -—• Almenningur virðist þá hafa verið lítið hrifinn af tiltektmn herra biskupsins. Um- uiælin, sem tína má upp úr bréfabók herra Guðbrands um forvera hans, eru niðrandi mjög, og kemur klausa þessi úr bréfi frá árinu 1618 nokkuð hjárænulega fyrir: Ég vil ekki þau kaup herra Ölafs heitins rengja, sem kirkjunni eru skað- taus, ekki ætla ég því koti að sleppa. — En kot þetta er Læknisstaðir á Langanesi. Jarðastapp herra Guðbrands vegna uieints bruðls herra Ölafs er ótrúlegt og gengur brjálsemi uæst, er hann í því sambandi reyndi að sýna fram á, að Hóla- stóll hefði beðið stórtjón vegna jarðabruðls herra Jóns Ara- sonar. Um það hefir varðveitzt skjal, er sira Björn Halldórs- s°n í Sauðlauksdal skrifaði upp í Syrpu sinni eftir eigin- handarblaði herra Guðbrands. Eigi er gjörlegt að ræða hér betur jarðamál þessi, þar sem rekja þarf svo margar sölur í uasrri öld. Hins vegar hafa jarðamál þessi sett ófagran blett á herra Ólaf. En herra Ólafur hagaði sér í þeim málum rétt eins og fyrri biskupar, þó með takmörkunum eftir árið 1556. bfitt er svo það, að hann var eigi ætíð heppinn í fjármálmn, e$a áhugasamur um þau, og virðist hafa dáið svo örsnauður, ab höfuðsmaður verður að fá dótturbörnum hans í hendur stólskvígildi þeim til uppheldis. En orð Guðbrands biskups í bréfi til lögmanns árið 1613 eru ósanngjörn, er hann segir: Sá góði mann, herra Ólafur, hefir gjört of gróft, því hann vissi, ekki var af sér né sínum erfingjmn að hafa, lét sig upp skrafa og gjörði mjög barndómlega. Ég þori ekki að segja pærlega að gefa í burt svo marga jörð og láta ekki par í stað- lnn koma. — Þessi orð eiga ekki við rök að styðjast, þar sem lestur skjala afsannar þau, en menn vilja gjarnan taka þau trú- anleg nú, af því að Guðbrandur færði þau eitt sinn i pennann.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.