Kirkjuritið - 01.04.1954, Blaðsíða 47

Kirkjuritið - 01.04.1954, Blaðsíða 47
ERLENDAR FRÉTTIR 189 Brezka og erlenda Biblíufélagið 150 ára. Brezka og erlenda Biblíufélagið á um þessar mundir 150 ára afmæli og ætlar að minnast þess með fundahöldum síð- ustu daga aprílmánaðar og hátíð 1.—7. maí. Fulltrúi Biblíu- félagsins íslenzka verður ungfrú Ingibjörg Ölafsson og mun hún fiytja ávarp frá biskupi, sem er forseti félagsins. Þessi ágæti fulltrúi vor mun að forfallalausu rita grein um hátiða- höldin í næsta hefti Kirkjuritsins. * Innlendar íréttir. Séra Óli Ketilsson fyrrum prestur í Hvítanesi i ögurþingum andaðist að Isa- firði 25. marz síðastliðinn, 57 ára að aldri. Minningargrein um hann mun verða birt í næsta hefti Kirkjuritsins. Séra Hálfdan Ilelgason, prófastur að Mosfelli, varð bráðkvaddur á leið yfir Hellis- heiði 8. apríl, 56 ára að aldri. Hans verður nánar getið í uæsta hefti. Ömsóknir um prestaköll. Um Setbergsprestakall sækja þeir séra Lárus Halldórsson Prestur í Flatey og séra Magnús Guðmundsson prestur í ögur- þmgum. Um Raufarhafnarprestakall sækir séra Ingimar Ingimars- s°n settur prestur þar og um SkútustaSaprestakall guðfræðikandidat örn Friðriksson Uá Húsavík. Almennur bænadagur 23. maí. Biskup íslands hefir nýlega ritað öllum próföstum bréf, þar sem hann tilkynnir, að hinn almenni bænadagur skuli hald- inn eins og að undanförnu 5. sunnudag eftir páska, eða sunnu- haginn 23. maí að þessu sinni. Ber að þakka föðurforsjón Guðs og kærleika á liðnum tímum og biðja þess, að hann láti ]jós trúar og kærleika lýsa þjóð vorri og öllum þjóðum á veg friðar og bræðralags í anda Jesú Krists.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.