Kirkjuritið - 01.04.1954, Blaðsíða 7

Kirkjuritið - 01.04.1954, Blaðsíða 7
TRÉN TVÖ í KROSSINUM 149 En það, sem lýsir því ægilegast, hvernig komið er fyrir mönnunum, er-þessi kross á Golgata. Þegar Hann, hreinn °g sannur í öllu lífi og starfi og í samfélagi við heilaga veru Guðs, var hér með oss mönnunum, þá var samsæri gjört um það að fyrirkoma honum. Menn vildu ekki þola hann. „Burt með hann, burt með hann!“ æptu þeir sam- eiginlega. Og svo deyddu menn hann. Þessi atburður varpaði átakanlega skærri birtu yfir af- stöðu mannanna til lifanda Guðs. Alvaran djúpa yfir því, að mennirnir krossfestu Jesú, var ekki einungis í því falin, að það var blóðugt ranglæti — að menn tóku þann af lífi, er saklaus var og heilagur. Dýpsta alvaran býr í því, að Guð sjálfur kom til mannanna þar sem Kristur var. Hann kom til þeirra í sannleiksorði sínu og krafðist hjartna Þeirra og vilja. Og hverju svöruðu mennirnir? Því, sem Jesús lýsti í dæmisögunni um pundin: „Vér viljum ekki, að þessi maður sé konungur yfir oss.“ Þá kom í ljós í allri nekt sinni andstaðan gegn Guði í lífi heimsins, sem veldur 1 dýpstum skilningi myrkrinu í honum og þjáningunum. Ef til vill kann einhver að hugsa: Það voru á þeim tímum þessir ákveðnu menn — æðstu prestar Gyðinga °g Farísear —, sem afhöfðust þetta, og það er ókleift ut frá því að draga nokkra ályktun um mennina yfirleitt °g afstöðu þeirra til Guðs. Þetta kann að virðast svo, en aðeins fljótt á litið. Krossfesting Jesú er að vísu ákveðinn atburður á ákveðnum tíma sögunnar, og ákveðnir menn attu þátt í þeirri harmsögu. En jafnframt leiddi hún það 1 Ijós, sem er hið sama á öllum tímum og býr í oss öllum §agnvart Guði og kröfu hans til lífs vors. Hvað var það, sem olli því, að þessir menn breyttu þá Vl<5 Jesú eins og þeir gjörðu? Æðstu prestarnir og Faríse- arnir skildu það, að ef Jesús hefði rétt fyrir sér, þá hefðu beir rangt og þá yrðu þeir að breytast. 1 stað þess að taka því, vildu þeir bjarga sjálfum sér og halda sjálfum Ser fram. Þeir vildu ekki að fullu og öllu gefast á vald Jifanda Guði, sem talaði þannig til þeirra og vildi stjórna

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.