Kirkjuritið - 01.04.1954, Qupperneq 20

Kirkjuritið - 01.04.1954, Qupperneq 20
162 KIRKJUROTÐ fregn páskanna um upprisu Jesú Krists sífellt nýja: Jesús, upprisinn í hjarta einstaklingsins, er alltaf ný fregn. Jesús upprisinn, umskapandi smáheim mannssálarinnar, eins og hann upprisinn ummyndar stórheim mannkynsins í heild. Umskapandi mátturinn, frá dauða til lífs, er páskaboð- skapurinn. Herra lífsins, opinberaður í ljósi páskasólarinn- ar, sigrarinn dauðans sanni, sem dó vegna vorra synda og reis upp vegna vorrar réttlætingar, er innihald og efni páskafregnarinnar, sigurfáninn, sem borinn er og bera verður í fylkingarbrjósti, þar sem kristin kirkja sækir fram. Magnús Jónsson. * Útfararræður á Landsbókasafnið. I'Jr bréfi. Mér finnst það góð hugmynd, að halda minningu manna á lofti með því að prenta útfararræður eftir þá, ef sæmilega er annars frá þeim gengið, eins og að reisa dýra minnisvarða eða grafhvelfingar, sem timans tönn nagar þó og molar til grunna að lokum. Þetta er þó alltaf ofurlítið minningarrit um manninn. Það geymist í söfnum og verður þar tiltæk upplýsing um hann, þó að aldirnar renni. Ég hefi oft ætlað mér að hreyfa því á Prestafélagsfundum, að hvetja presta til að arfleiða Landsbókasafnið að útfararræðum sínum. Þó að þær vitanlega séu mjög misjafnar að gæðum, þá geym- ast þó persónulegar upplýsingar í ýmsum þeirra og skap- ferlislýsingar, sem hvergi er annars staðar að hafa. Hefi ég oft orðið þess var á grúski mínu, hvílíkt happ það er að rekast á gamla líkræðu, og gæti enn orðið svo um það fólk, er nú lifir, að ekki þættu með öllu ómerkilegar þær upplýsingar, sem prestar gefa um það í ræðum sínum, þegar langir tímar hafa liðið. En mest af þessum ræðum fer nú venjulega í eld- inn, eftir að við erum hættir þjónustunni. Þú ættir að hreyfa þessu í Kirkjuritinu. Benj. Kristjánsson.

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.