Kirkjuritið - 01.04.1954, Blaðsíða 30

Kirkjuritið - 01.04.1954, Blaðsíða 30
172 KIRKJURITIÐ Afstaða herra Ólafs til þess auðs, er mölur og ryð fær grandað, kemur glöggt fram í hinum merkilegu bréfum um kirkjuhlutann í Ási í Kelduliverfi frá 1553 og í Reykjahlíð frá 1555. Þar leyfir hann eigendum, þeim bræðrum Vigfúsi og Nikulási Þorsteinssonum að kaupa kirkjuhlutann, 20 og 30 jarðarhundruð, gegn þvi, að þeir leggi kirkjunum jafn- mikið fé í lausum eyri og endurbótmn, þó eftir mati. 1 rök- stuðningi sínum kveður herra Ólafur fast að orði um auð- söfnun kirkjunnar á fyrri öldum, og er hann vel mælskur á kjarnyrtu máli. Menn hafa viljað benda á, að herra Ólafur hafi með þessu viljað kaupa þá bræður til fylgis við sig. Það er rétt, að þeir Þorsteinssynir voru herra Ólafi hinir mestu stuðningsmenn og hjálparhellur, enda eru þeir ef til vill venzlaðir honum. önnur ástæða kann og að vera fyrir þessu. Visitazíubókarbrot hans hefst á ofurlitlu andvarpi: Gjörið að kirkjunni, sem hana varðar mestu, eður að kaupa til hennar, það hún þarf af kirkjutíund þeirri, sem fallið hefir eður til stendur. Þaraf tilreikna ég með öðrum góðum mönnum, hvað mikið kirkjan á, og hver hennar renta nú er orðin, og sem um það við kirkjubóndann eftir rikleik kirkjunnar, hverja vöru og kaupgjald presturinn skal fá að þeirri kirkju, líka mn djáknann, ef þar er djákns vist. Og þarf hér oftast gott tóm og hœgindi viS stóra bœndur. — Það hefir ætíð veitzt nokkuð erfitt að fá stóra kirkjubændur til að gjöra reikning bænda- kirkju sinnar. Með fyrirkomulaginu í Ási og í Reykjahlíð verða bændakirkjurnar þar venjulegar sóknarkirkjur að vor- um hætti um tíma, og er herra Ólafur að hefja þá breytingu, sem fyrst kemst til framkvæmda á síðustu áratugum, er söfn- uðirnir taka við bænda- og lénskirkjum. En þetta var ekki tímabært þá. Eftirtektarvert er, að herra Ólafur sleppir ekki Laufásstað fyrri en árið 1559, er sira Jón Sigurðsson tekur þar við. Eigi er auðvelt að benda á ástæðuna fyrir því. Af úttektinni, er þá fer fram, má sjá, að staðurinn er vel haldinn, en það virð- ist sem svo, að herra Ólafur hafi fækkað hinu pápístiska skrauti kirkjunnar að mun. Kemur þetta vel heim við Skarðs- árannál, þar sem segir við árið 1554, að hann hafi látið burt- taka og brjóta krossa og önnur líkneski, þar sem hann ætlaði að til áheita og vantrúar mundi haft. Á þessum árum mun

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.