Kirkjuritið - 01.04.1954, Blaðsíða 42

Kirkjuritið - 01.04.1954, Blaðsíða 42
184 KIRKJURITIÐ svo norður. Var búizt við, að hann færi sömu leið til baka. En hann brá út af því og fór svokallaðan Dimmafjallgarðs- veg, sem er að sögn verri yfirferðar, en styttri leið. Ólafur reið brúnum hesti, er hann átti, og var talinn góður klár og traustur. Ekki er getið ferða Ólafs, fyrr en hann er kominn tölu- vert niður í Vopnafjarðarheiði. Var þá farið að halla degi. Sér Ólafur þá, að einhver ófreskja í mannsmynd kemur vestan heiðadrögin og stefnir í veg fyrir hann. Kemur honum strax í hug, að þar muni á ferðinni sending sú, sem faktorinn á Vopnafirði hafði heitið honum. Ólafur sá, að ekki var viðlit að komast undan, heldur yrði hann að búast til varnar eftir föngum. Hann fór því af baki hjá stórum steini, er stóð þar á all-stórum gras- bala, lagði annan handlegginn yfir háls hestsins, en hélt hinni hendi um beizlismélin. Sneri svo beint á móti draugsa. Það leit helzt svo út sem sendillinn vildi ekki gera áhlaup beint framan á mann og hest, heldur á hlið. En Ólafur og hestur hans voru jafn-ófúsir að fá hliðarárás, og sneru því eins og draugsi, beint á móti honum. Þessir snúningar gengu um stund. Kom Ólafi þá til hugar, að þar sem hann kynni alla Passíusálmana, skyldi hann nú þylja þá yfir hausamótum draugsa og vita, hvaða áhrif það hefði á hann. Ólafur byrjaði á Passíusálmunum og söng við raust. Var í fyrstu sem draugsi yrði flumósa við, og snerist lítið eitt til baka, en svo sótti hann í sig veðrið, en komst þó aldrei nálægt. Snerist hann sitt á hvað, og Ólafur og hestur hans á móti. Jafnhliða söng Ólafur áfram sálmana. Svona gekk það, þangað til komið var fram í 25. sálm. Við versið „Enn með því út var leiddur“ og þann sálm á enda hopaði draugsi all-mikið aftur á bak, og færði Ólafur sig eftir með hest sinnú sömu stellingum og hélt áfram söngnum. En er sá sálmur var á enda, hætti draugsi afturábak- göngunni og snerist sitt á hvað, og þeir félagar á móti.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.