Kirkjuritið - 01.04.1954, Side 28

Kirkjuritið - 01.04.1954, Side 28
170 KIRKJURITIÐ Einar Sigurðsson. Stundum varð hann að halda fast á málum, eins og við sira Einar Úlfsson árið 1553, þar sem hann kemur fram með miklum myndugleik og þó sanngirni. Hann fer eigi geyst mjög á móti þeim, er eigi þegar í stað vilja þýðast hinn nýja sið. Hann er veitull vinum sínum og launar þjóna sína vel. Hins vegar eru fjárhagsörðugleikar miklir. Tekjur stólsins skerðast mjög, þar sem konungur leggur undir sig mikinn hluta biskupstíundanna. Varasjóður stólsins í sleginni mynt hafði verið gerður upptækur um sumarið 1551. Tekj- urnar í fríðu eru einnig rýrar, þvi að þjóðin var rétt í þann veginn að ná sér eftir pláguna. Ennfremur eru þeir til, sem ætla, að hinn nýi siður afnemi öll kirkjugjöld. Hins vegar er árferði vont, sem berlega segir í bréfi til Kristjáns III., er sira Sigurður á Grenjaðarstað ritaði konungi árið 1557, enda má sjá af heimildum, að árferðið er frekar stirt allt fram á daga herra Guðbrands. Elefir það einnig þær afleiðingar að draga úr tekjum í fríðu. Þetta stuðlaði að því, að herra Ólafur varð þrásinnis að inna af hendi óhjákvæmilegar greiðslur með því að afhenda mönnum upphæðina í jarðarhundruðum úr stólseigninni. Til að mynda varð að afhenda sira Sturlu Ein- arssyni þegar árið 1552 hálfan Stafn í Deildardal vegna skuld- ar stólsins við Einar Hálfdánarson föður hans, en til þeirrar skuldar var stofnað á dögum Jóns biskups Arasonar. Það skal tekið fram, að af reikningshaldi herra Ólafs hefii' aðeins varðveitzt eitt laust blað í hálfarkarbroti, búfjárreikn- ingur frá Hólum í janúarmánuði 1568, er ráðsmaðurinn, Gunnar Gislason, stendur, en hann var einnig um langt skeið ráðsmaður herra Guðbrands. Ennfremur eru nokkrar minnis- greinir um gjöld úr Fljótaumboði árið 1566, sem varðveitzt hafa annars staðar. Eftirmaður herra Ólafs, Guðbrandur Þorláksson, leit þegar eftir komu sina til stólsins ómildum augum á ýmis jarðakaup og sölur herra Ólafs. Ekki sízt, þar sem sumt snerti hans eigin erfðamál eftir Jón Sigmundsson lögmann, afa hans. Gengur hann að því með oddi og egg að ónýta allar gjörðir herra Ólafs og beitir til þess mjög misjöfnum ráðum. Flestar meiriháttar sölur herra Ólafs voru staðfestar af Páli Stígssyni höfuðsmanni, eftir að konungur hafði kyrrsett eignir beggja stólanna árið 1556. Enginn vafi getur leikið á því, að Páll

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.