Kirkjuritið - 01.04.1954, Blaðsíða 18

Kirkjuritið - 01.04.1954, Blaðsíða 18
160 KIRKJURITIÐ til þess kominn í heiminn, að hann bæri sannleikanum vitni, og sagði að einkenni fylgismanna sinna væri það, að þeir væru sannleikans megin, gegn lygaranum, Satan, og öllu hans og lýginnar veldi. * En styðja þá söguleg rök þennan viðburð? Eg tel hiklaust, að söguleg rök upprisu Jesú Krists séu eins sterk og óyggjandi og frekast er unnt að ætlast til. Vitanlega er ekki unnt að rekja þessi sögulegu rök í þessu stutta máli, enda ekki tilgangurinn. En hér er nóg að minna á það, að auk guðspjallafrásagnanna, þessara stuttu og látlausu frásagna, sem bera á sér ótvíræð fingra- för sannleiksvottanna að flestu leyti, er frá þessum við- burði sagt í heimildum, sem jafnan þykja hvað sterkastar, og það eru samtíma fornbréf. Páll postuli, sem líklega er ekki fjarri því að vera jafn- aldri Jesú Krists, getur upprisunnar í bréfum sínum og reisir sína nýju trú á þeim viðburði. En sérstaklega skýrir hann frá þessu í fyrra Korintubréfi, bréfi, sem enginn heilvita sagnfræðingur getur efazt um að sé ósvikið bréf. Hann telur þarna upp hóp manna og vitnar til hundraða manna, er hafi séð Jesú upprisinn. Segir hann, að flestir þeirra sé á lífi enn, þegar bréfið er skrifað, en bætir þó við til frekari nákvæmni, að nokkrir þeirra séu dánir. Þetta bréf les einn f jölmennasti söfnuður kristninnar þegar í stað, og afrit þess hafa borizt á svipstundu um alla kristnu söfnuðina. Fjöldi þeirra, sem þarna er sagt að hafi séð Jesú upp risinn, hefir lesið frásögnina. Hvað yrði úr svona frásögn, ef hún hefði verið ýkt þjóðsaga og rang- færð, eða hreint og beint uppspuni? Mér koma í hug hin frægu ummæli Snorra Sturlusonar, er hann metur sögulegt gildi skáldakvæðanna: „Tökum vér þar mest dæmi af því, er sagt er í þeim kvæðum, er kveðin voru fyrir sjálfum höfðingjunum eða sonum þeirra. Tökum vér það allt fyrir satt, er í þeim kvæðum finnst

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.