Kirkjuritið - 01.02.1956, Síða 13

Kirkjuritið - 01.02.1956, Síða 13
KIRKJAN OG ÆSKAN 59 Úr útvarpserindi Esra læknis Péturssonar um barnavernd: Þekkingin, siðgæðið, listirnar og trúarbrögðin eru þau and- legu verðmæti og þær andagáfur og sá varanlegi fjársjóður, sem þjóðfélagið á að keppa eftir fyrst og fremst, einkum fyrir hina uppvaxandi kynslóð, og þá mun allt hitt veitast þeim að auki. * * * Æskulýðsráð ensku kirkjunnar hefir nýlega gefið út ritling um kirkjuna og æskuna. Þar segir svo: Það eru margar ástæður fyrir því, að æskulýðurinn stendur utan kirkjunnar og má nefna þessar: 1) Foreldrarnir hvetja unga fólkið ekki til kirkjugöngu, hvorki með orðum né fordæmi. 2) Blöðin, sem eru hið mikla áhrifavald nútímans, veikja traustið á kirkjunni með mörgum ummælum sínum. 3) Trúarbragðakennsla í skólunum sannfær- ir unglingana ekki um gildi kristinnar trúar. 4) Sunnudagaskól- arnir og kirkjulegur félagsskapur nær ekki til unglinganna eftir ferminguna. 5) Það umhverfi, sem unglingurinn býr við á vinnu- stað og í félagslífi, er ekki snortið af neinum trúarlegum áhrifum. * * Sunnudaginn 13. febrúar 1955 flutti Guðmundur Eiríksson skólastjóri á Raufarhöfn erindi við æskulýðsguðsþjónustu þar í kirkjunni. Erindið birtist í hinu ágæta riti Halldóru Bjarnadótt- ur — Hlín. Máli sínu lauk skólastjórinn á þessa leið: Höldum okkar eigin heimilum sem bezt saman með samstillingu allra ástvinanna. — Trúum á æskuna og guðsneistann í okkur sjálfum. — Eigum samleið með æskunni í gleðinni og skyldustörfunum. — Verum viðbúin. — Verum minnug þess að allt vort ráð er í hendi Guðs. * ^< * Einu sinni heyrði ég prófast einn norðlenzkan vera að tala um ritið Heimili og skóla. „Ég saknaði þess“, sagði prófastur, að kirkjan skyldi ekki vera með“. En þótt kirkjan sé ekki nefnd í heiti þessa rits, andar mjög hlýju í garð kirkju og kristindóms í þessu myndarlega blaði þeirra eyfirzku kennaranna. Ritstjóri þess er Hannes J. Magnússon barnaskólastjóri á Akureyri, áhuga-

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.