Kirkjuritið - 01.02.1956, Síða 14
60
KIRKJURITIÐ
maður um hvers konar menningarmál og prýðilega ritfær. Það
sýndi hann bezt með bók sinni: Hetjur lwersdagslífsins, sem út
kom í fyrra.
* * *
í jólahefti Heimila og skóla skrifar ritstjórinn grein, sem hann
nefnir: Vikudagarnir og skólastarfið. Þar segir svo: „Hvíldar-
dagurinn er annars að verða hálfgert vandamál í þéttbýlinu. í
stað hvíldar, kyrrðar og næðis, sem sunnudagur heimilanna á
að vera mótaður af, er þar æði oft allt á tjá og tundri. Fundir,
skemmtanir, heimboð, bíóferðir — einna sjaldnast kannske kirkju-
ferðir.....Kirkjan hefir upp á margt að bjóða, og þá ekki
sízt innri frið, og jafnvægi. Það er hvíld og endurnæring þreyttri
sál að fara í kirkju, hvað sem ræðum prestanna líður. Kirkjan
býður alltaf upp á andlega hvíld og frið. Það lægir öldurnar hið
innra að fara í kirkju, við gerum það því of sjaldan á þessum
órólegu tímum og börnin okkar einnig. Það er gott, að þau sæki
sunnudagaskóla og barnaguðsþjónustur, en þau eiga einnig að
venjast því að fara í kirkju með foreldrum sínum. Þau eiga að
fara í kirkju með foreldrum sínum. Þau eiga að læra að njóta
friðar og hvíldar og lotningar guðsþjónustunnar.
* >;< *
Æskulýðssíður Tímans og Morgunblaðsins minntust jólanna
að þessu sinni. Tíminn birti grein eftir ungan mann, Stefán M.
Gunnarsson. Hann nefnir jólahugleiðingu sína: „Sérðu jólin?” og
lýkur henni á þessa leið: „Ég vil, að þetta sé minn jólaboðskapur:
Hlúðu að þinni barnatrú, eins og rós í garðinum þínum, sem þú
vilt láta dafna. Týndu ekki þinni æskuhugsjón í solli og hávaða
lífsins, en ef þú missir sjónar á henni um stund, þá minnstu þess,
að „hið týnda andlit huldu höfði fer, í hljóðlátustu fylgsnum
sálar þinnar," svo að þú getur ætíð fundið hana aftur. Og mark-
aðu þína lífsstefnu í samræmi við trúna.“
* % *
Æskulýðssíða Morgunblaðsins birti viðtal við hinn unga Skál-
holtsprest, sr. Guðmund Ó. Ólason. Spurningunni: „Hvað telur
þá mikilvægast í presistarfinu? svarar hinn ungi prestur svo: