Kirkjuritið - 01.04.1956, Side 33
í BRÆÐKASVEIT
175
anlegt þjóð sinni og kirkju. Rætt var þetta kvöld um útvarp og
kirkju. Aðal-dagskrárstjóri út\ arpsins sat þann fund. Umræður
urðu fjörugar, og margar gagnlegar ábendingar gefnar um þátt
utvarpsins í kristindómsboðun.
Oðru sinni var farið í ökuferð um nýbyggð úthverfi Oslóborg-
nr. Þarna er verið að mynda nýja söfnuði, og vakti undrun mína
°g aðdáun, hvemig það starf allt er skipulagt og byggt upp. Er
ekki rúm hér til að lýsa því nánar. En efalaust gætu t. d. úthverfa-
prestar Reykjavíkur margt gagnlegt lært af þessu þróttmikla
starfi og haft til hliðsjónar í sönm aðstæðum í söfnuðum sínum.
Fundarhöldum lauk síðdegis á föstudegi. Kveðjur voru þá
fluttar. Erlendir gestir þökkuðu fyrir sig. Framkvæmdarstjóri
prestafélagsins, Iiille, kvaddi þátttakendur, og að lokum flutti
Smemo biskup stutt ávarp og bæn. Að því loknu flutti hann
Flessun. Síðast var sálmur sunginn.
Fleiri en ég voru á því máli, að þessi samvera hefði orðið til
gagns og uppbyggingar. Þetta voru góðar stundir í bræðrasveit.
Eftir eru ljúfar minningar og þakklátur hugur.
LÁrus Halldórsson.
Orð og verk.
Sönn trúrækni er ekki fólgin í þunglyndra einsetumanna þankabrotum,
beldur í atorkusemi, er eflir almenningsheillir..Guðrækileg þanka-
brot eru auðveldari en nytsamar athafnir. Til hins fyrra þarf ekki nema
' iðkvæmt kvennageð, en til liins síðara karlmannlega djörfung og dugnað.
• • • • Guði er ekkert líferni þóknanlegt utan það, sem mönnum er nytsamt.
Magm'is Stephensen.
* % *
Efinn.
Ibsen spurði: „Er það mikla raunverulega mikið?“ Danir spyrja efandi
ar>nars: „Er það sanna raunverulega satt?“ — Jóhannes Jörgensen.