Kirkjuritið - 01.04.1956, Side 50

Kirkjuritið - 01.04.1956, Side 50
192 KIRKJUBITIÐ Reykjavík. Smíð þessi er öll af niikilli snilli gjör, svo og útskurðurinn. Næsta vegleg gjöf og fögur, gefin til minningar um nákomin ættmenni þeirra hjóna, þau er verið liafa í Sauðárkrókssöfnuði og hvíla í Sauð- árkrókskirkjugarði. Kærar þakkirl Jón Þ. Björnsson (form. sóknarnefndar). Séra Bjöm Stefánsson fj’rrverandi prófastur frá Auðkúlu átti sjötíu og fimm ára afmæli 13. f. m. Margir heimsóttu hann og sendu honum kveðjur af þessu tilefni. Séra Conrad M. Thompson frá Minneapolis, framkvæmdastjóri Evangeliskra-lúterskra safnaða í Norður-Ameriku dvaldizt hér á landi um dymbilvikuna og páskana. Flutti hann erindi um samstarf lúterskra safn- aða í Vesturheimi og á Norðurlöndum og átti fund með ýmsum prestum á heimili biskups. Héðan fór hann til Noregs og Svíþjóðar og vinnur þar meðal annars að undirbúningi næsta aðalþings Lúterska heimssambandsins, sem haldið verður að forfallalausu í Minneapolis 16,—25. ágúst næsta ár. Séra Conrad M. Thompson er ungur maður, áhugasamur og vel máli farinn. Æskulýðsguðsþjónustur voru víða haldnar í Eyjafirði og Suður- Þingeyjarsýslu 18. marz. Þetta er góður siður, sem efalaust hefur mikið gildi. Séra Jakob Einarsson prófastur frá Hofi í Vopnafirði og frú hans dveljast nú um sinn vestan hafs með börnum sínurn. Fékk biskup bréf frá prófasti, skrifað í marzlok í Birkeley í Kaliforníu. Lætur hann mjög vel af líðan þeirra hjóna og ánægju af ferðinni. Þau eru að líkindum væntanleg lieim í þessum mánuði. Ný sálmabókarútgáfa er nú komin frá Isafoldarprentsmiðju, vönd- uð og í góðu bandi. Kirkjur, safnaðarfélög og skólar geta fengið hana beint frá forlaginu fyrir aðeins 20 krónur, svo og einstaklingar fyrir milligöngu biskups, ef sérstaklega stendur á. Þetta ágæta tækifæri skyldi nota sem bezt. KIRKJURITIÐ kemur út 10 sinnum á ári. — Verð kr. 35.00. Afgreiðsla hjá Elísabetu Helgadóttur, Hringbraut 44. Sími 4Y76.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.