Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.10.1956, Blaðsíða 31

Kirkjuritið - 01.10.1956, Blaðsíða 31
f Séra Asgeir Asgeirsson prófasiur i Hvammi í Völum Blöðin hafa flutt fréttina um lát séra Asgeirs Asgeirs- sonar og getið all rækilega helztu æviatriða hans og starfsferils, bæði í þjónustu kirkjunnar og margháttaðra félagsmála, er hann um margra árabil gegndi með á- huga og atorku og af mikilli trúmennsku. í þessum fáu orðum, verður heldur ekki mikið rætt um þau atriði, enda eru mér þau persónu- lega ekki mikið kunn. Mun þó fara um þau hér fáum orð- um. Séra Asgeir var fæddur 22. september 1878 á Arngerðareyri á Langadalsströnd. Foreldrar hans voru þau hjónin Ásgeir hreppstjóri á Arngerðareyri Guð- mundsson og Margrét Jónsdóttir ættuð úr Breiðdal í Önundar- firði. Voru ættir foreldraiína beggja merkar og styrkar. Einkum var föðurætt séra Ásgeirs þjóðkunn. T. d. var Guðmundur Ás- geirsson afi séra Ásgeirs, móðurbróðir hiris mæta og mikilhæfa manns Jóns Hjaltalíns skólastjóra á Möðruvöllum. Virðist traust- leiki og forystuhæfileiki hafa verið sameiginlegur þeim frænd- um. Séra Ásgeir lauk stúdentsprófi frá Menntaskóla Reykjavíkur, vorið 1900 og embættisprófi frá prestaskólanum 1903. Veturinn eftir stundaði hann kennslustörf í Ármúla vestra og veturinn 1904—1905 gegndi séra Ásgeir skólastjórastarfi við bamaskólann

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.