Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1959, Qupperneq 10

Kirkjuritið - 01.01.1959, Qupperneq 10
4 KIRKJURITIÐ Kristur sjálfur stendur nú við dyr nýja ársins og bendir þjóð vorri að sækja fram í sínu nafni að æðra marki, sem ber við himin. Hann býður enn í dag oss hið sama sem í öndverðu sinni kynslóð: Takið sinnaskiptum og trúið á fagnaðar- boðskapinn. Og svar vort á að verða það af allri sál, er vér munum syngja innan lítillar stundar: Ó, Guð vors lands, ó, lands vors Guð, vér lifum sem blaktandi, blaktandi strá; vér deyjum, ef þú ert ei ljós það og líf, sem að lyftir oss duftinu frá...... :/: íslands þúsund ár :/: verði gróandi þjóðlíf með þverrandi tár, sem þroskast á guðsríkis braut. En hvernig má það verða? Hvemig getur slík þjóðarvakning orðið í raun og sann- leika? Fyrst svo, að hver, sem hennar beiðist, biðji þess, að hún megi verða í hans eigin hjarta. En jafnframt er þörf öflugra samtaka um þjóðaruppeldið — uppeldi æskulýðsins til kristinnar trúar og siðgæðis. Því að kristindómurinn berst ekki eins og dautt erfðagóss frá einni kynslóð til annarrar, heldur þarf kristnin ávallt að nema land með hverri nýrri kynslóð. Og um það land- nám verður að fara eldi hans, sem lætur hjörtun brenna í návist sinni. Ég óttast það, að slaknað hafi á þjóðaruppeldinu að þessu leyti. Það hefir myndazt tóm í þjóðarsálinni, er fyll- ast þarf kristnu trúarlífi. Vér verðum að sameinast hin eldri til verndar og styrkt- ar æskunni, sem á að erfa landið, leiða hana með lífi og starfi til hans, er bendir oss að sækja fram hærra og hærra. Hvorki heimili, skóli né kirkja má láta sinn hlut eftir liggja. Samstarf þessara þriggja aðila er brýnust nauðsyn. Þá nægir, því að við gott uppeldi barna er einn-

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.