Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1959, Síða 12

Kirkjuritið - 01.01.1959, Síða 12
6 KIRKJURITIÐ fari. Allar greinar á að kenna þannig, að þær geti lyft hugum æskumannanna nær himnum, nær frelsaranum, nær Guði, því að jafnvel á minnsta blað jurtarinnar er margt ritað um skapara heimsins og föður lífsins. Hugsjón skólanna á að vera sú, að hver sá, sem trúað er fyrir uppeldi æskulýðsins sé kristinn maður, er innræti nemendum sínum um fram allt heilaga trú og kærleika og styðji þannig göfgustu viðleitni heimilanna. „Leitið fyrst guðsríkis,“ sagði frelsarinn. Ekki næst eða svo eða síðast, heldur fyrst. „Og þá mun allt þetta veitast yður að auki“. Þessi orð Krists ættu að vera einkunnarorð hvers skóla, greypt í hjörtun. Allt þetta starf skóla og heimila að uppeldi æskulýðs- ins í kristnum dómi styðji kirkjan og leitist við að fylgj- ast með hverju barni. Æskulýðsstarf hennar verður að auðgast að lífsþrótti og fjölbreytni og hreyfingin, sem nú er vakin í þá átt, eflast og blómgast. Einkum er mikils um vert, að fermingarundirbúningur barnanna verði sem mestur og beztur og meginþáttur í starfi prestanna, unz hámarki er náð við ferminguna í kirkjunni og altaris- gönguna, einna fegurstu og tilkomumestu og dýrlegustu hátíðina, sem lífið á. Aldrei hefir æskuskari íslands verið fríðari né glæsi- legri en nú, aldrei betur gefinn andlega né líkamlega. Hver getur gleymt honum, er hann gengur innar í hvítum skrúða sakleysisins og hreinleikans, játar fylgd við frels- arann, krýpur og þiggur blessun hans. — Og þó vofir yfir honum á næstu árum hætta ótal freistinga og jafnvel sú, að hann gleymi um stund Guði sínum og reisi sér bústað á brúnni, eins og lögmál lífsins væri aðeins þetta: Af jörðu ert þú kominn. Að jörðu skalt þú aftur verða. Já, þótt hefji loks alla Guðs hjálparkraftur, er hægara að falla en rísa upp aftur. Það, sem bjargar á þessum árum, er veganestið að heiman, helgað af góðum foreldrum, kennurum og presti.

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.