Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1959, Side 18

Kirkjuritið - 01.01.1959, Side 18
12 KIRKJURITIÐ Nánari ákvæði um fyrirkomulag biskupskosninga skal setja með reglugerð. 4. gr. Biskupar taki laun eftir 3. flokki núgildandi launalaga. Ennfremur greiðist þeim skrifstofukostnaður og annar kostn- aður, sem ákveðinn er í f járlögum. 5. gr. Biskup vígir eftirmann sinn; verði því ekki við komið, vígir hinn biskupinn. 6. gr. Prestastefnur verða tvær, hvor í sínu biskupsdæmi, og skulu að jafnaði haldnar árlega í Skálholti og á Hólum. Þar skulu og haldnir aðrir kirkjulegir fundir, eftir því sem ástæður þykja til. Báðir biskupar eiga sæti í Kirkjuráði og á Kirkjuþingi og skiptast þar á um forsæti. 7. gr. Báðir biskuparnir fara með sameiginleg mál kirkjunn- ar gagnvart stjórnvöldum og koma fram sem fulltrúar Þjóð- kirkjunnar eftir samkomulagi sín á milli. 8. gr. Biskupar hafa skrifstofur bæði í Reykjavík og á Akur- eyri. Skrifstofa Skálholtsbiskups hefir jafnframt með höndum sameiginleg málefni biskupsdæma beggja. Skrifstofustjóri henn- ar skal skipaður af kirkjumálaráðherra samkvæmt tillögu beggja biskupa. Nánari ákvæði um skiptingu á starfssviði biskupa skal setja með reglugerð að fengnum tillögum beggja. 9. gr. Lög þessi komi til framkvæmdar við næstu biskupa- skipti, eða þá er núverandi biskup landsins veitir samþykki sitt til þess. Skal þá þegar kjósa Hólabiskup, en núverandi bisk- up verður Skálholtsbiskup. 10. gr. Með lögum þessum eru úr gildi felld lög nr. 21, 27. júní 1921 um kosningu biskupa, lög nr. 38, 30. júlí 1909 um vígslu- biskupa, svo og önnur ákvæði, er í bága koma við lög þessi. 11. Frumvarp um kirkjugarða, lagt fram af kirkjumálaráð- herra og biskupi. Kirkjumálanefnd afgreiddi frumvarpið með nokkrum breyt- ingum, sem þingið samþykkt (frumvarpið sjálft lá fyrir síðasta Alþingi). III. Tillaga til þingsályktunar um kostnað við bygging kirkju- húsa Þjóðkirkjunnar. Lögð fram af Gísla Sveinssyni.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.