Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1959, Page 21

Kirkjuritið - 01.01.1959, Page 21
KIRKJURITIÐ 15 2. Útgáfustarfsemi. NauSsyn er á að gefa út sérprentanir af ýmsum lögum og reglugerðum, er varða störf presta og sóknarnefnda, leið- beiningar til presta um sunnudagaskólahald og æskulýðs- starfsemi og ýms nauðsynleg hjálpargögn við þá starfsemi. Ennfremur gæti verið vel til fallið, að kirkjan gæfi við og við út úrvals erindi um andleg mál til útbýtingar meðal safnaða og presta, svo sem mjög tíðkast víða erlendis. 3. Æskulýösfélög og unglingastarf. Brýn þörf er á því að efla þá starfsemi í söfnuðum lands- ins, bæði með því að senda erindreka til þess að aðstoða presta í því að koma slíku starfi á fót og eins með hinu að veita þess háttar félögum nokkurn starfsstyrk í hlutfalli við framlög safnaðanna sjálfra. Mörg önnur verkefni liggja fyrir og ný skapast eftir því sem stundir líða. Kirkjan hefir þegar gengizt fyrir sumarnámskeiðum á Löngu- mýri í Skagafirði og mótum fyrir fermingarbörn víðs vegar um landið. Hefir hún til þess notið styrks á fjárlögum, sem vænt- anlega mun haldast framvegis, enda þeim styrk öllum verið varið til þessa starfs eingöngu. Málinu var vísað til kirkjumálanefndar, er mælti með því ein- róma. En þingið samþykkti í einu hljóði. VIII. Tillaga til þingsályktunar um breytt fyrirkomulag á greiöslum fyrir aukaverk presta, flutt af Steingrími Benedikts- syni og Sigurði Gunnarssyni: Kirkjuþingið ályktar að beina til Alþingis tilmælum um, að úr gildi verði numin heimild presta til að taka sérstakar greiðsl- ur fyrir svo nefnd ,,aukaverk“, önnur en umbeðnar ræður við jarðarfarir og hjónavígslur. Hins vegar heimili löggjafarvaldið hækkun á sóknargjöldum um kr. 5,00 á hvern safnaðarmeðlim, að viðbættri vísitölu, og greiði fjárhaldsmaður safnaðar það til hlutaðeigandi sóknar- prests. Þar, sem tveir prestar þjóna sama söfnuði, skiptist greiðslan jafnt á milli þeirra. Greinargerö. Aukatekjur presta hljóta að vera mjög misjafnar eftir tölu safnaðarmeðlima, en með núgildandi fyrirkomulagi á innheimtu

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.