Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1959, Page 22

Kirkjuritið - 01.01.1959, Page 22
16 KIRKJURITIÐ þeirra skapast önnur misskipting, sem hvorki er nauðsynleg eða æskileg, og veldur oft, manna á milli, samanburði, sem einatt hlýtur að vera ósanngjarn og ranglátur. Söfnuðurinn er, samkvæmt eðli sínu, fjölskylda, þar sem eðli- legt er að vænta þess, að einstaklingarnir beri hver annars byi’ði með gleði. Málið varð ekki útrætt. IX. Tillaga til þingsályktunar um starfssjóö hinnar evangel- isk-lútersku kirkju á Islandi, flutt af Steingrími Benediktssyni og Sigurði Gunnarssyni. Kirkjuþingið ályktar að beina til Alþingis tilmælum um heim- ild til að hækka sóknargjöldin um kr. 5,00 á hvern gjaldskyld- an safnaðarmeðlim að viðbættri vísitölu. Fé það, sem þannig kemur inn, skal renna í sérstakan sjóð, sem kirkjuráð ber ábyrgð á og veitir fé úr. Hlutverk sjóðsins skal vera að styðja sérhvað það, sem veroa má til uppörvunar, fræðslu og uppbyggingar í kristilegu starfi. Svofelld greinargerð fylgdi: Þörfin á stórauknu starfi kristinnar kirkju er augljós og að- kallandi. Hitt er jafn augljóst, að til þess að kirkjan geti gegnt hlutverki sínu, þarf hún að hafa nokkur fjárráð umfram það, sem henni er að lögum veitt af ríkinu. Eðlilegast er, að þessa fjár sé aflað innan safnaðanna og sé þannig kirkjunnar ótvíræð eign. Fyrsta og aðalverkefni þessa sjóðs hlýtur að beinast að aukinni kristilegri fræðslu og upp- byggingu í ræðu og riti, einkum með auknu starfi sunnudaga- skóla og kristilegra æskulýðsfélaga. Að þessu mætti meðal annars vinna á þennan hátt: 1. Senda menn til að leiðbeina og hjálpa til að hefja starf eða hvetja og uppörva þá, sem þegar eru í starfi. 2. Efna til námskeiða fyrir þá, sem fáanlegir væru til að taka þátt í kristilegu starfi. 3. Aðstoða við útvegun á handhægum og nauðsynlegum starfs- tækjum. Málinu var vísað til Kirkjuráðs með samhljóða atkvæðum.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.