Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1959, Blaðsíða 33

Kirkjuritið - 01.01.1959, Blaðsíða 33
KIRKJURITIÐ 27 latínunnar og sýndi það oftar en einu sinni í verki, sá. t. d. al- veg um hann þær 2 vikur, sem hann lá þann vetur í fótarmeini í Langalofti. í langferðum skólapilta vor og haust fóru mannvirðingar fremur eftir reiðskjótum en skólabekkjum, og ýms dæmi vissi ég þess, að þeir, sem oft urðu samferða, urðu vinir ævilangt, þótt ekki væru sambekkingar. Ekki urðum við séra Haraldur samferða nema einu sinni, og þá eina 3 daga — úr Vatnsdal og suður. Skólapiltar norðan Öxnadalsheiðar voru vanir á þeim árum að hvíla sig og klárana daglangt hjá Lárusi Blöndal sýslu- manni á Kornsá, áður en þeir lögðu á Grímstunguheiði. Skag- firðingar og Austur-Húnvetningar náðu þeim þar stundum. í þetta sinn vorum vér 18 skólapiltar, sem urðum samferða að kvöldi dags frá Kornsá inn að Gilhaga. Þar hvíldumst við þversum í 4 rúmum hálfa nótt og náðum næsta dag í björtu að Kalmanstungu. Haraldur var sá eini, sem hafði 2 hesta til reið- ar, enda átti hann langlengsþa för að baki, mun hafa verið um 2 vikur á hestbaki norðan úr Núpasveit og suður. Svo virtist sem klárum hans þætti nóg komið i Kalmanstungu, þeir fund- ust hvergi þar um morguninn. Allur hópurinn beið um hríð eftir leitarmönnum, en lagði svo af stað af ótta við að lenda í hausfmyrkri í Þingvallasveit. Á Langahrygg á Kaldadal komu þeir Haraldur og Ólafur bóndi í Kalmanstungu á harði stökki á eftir oss og ráku „týndu“ hestana. — Haraldur hafði fengið Ólaf til að flytja sig, svo að hann næði oss. — En náttmyrkrið uáði oss undir Ármannsfelli, og varð þá erfitt að finna næga gistingarstaði — Kalmanstunga var eini bærinn á leið vorri, sem gat hýst prýðilega svo fjölmennan hóp. Haustið áður hafði eg verið í myrkri í Þingvallasveit, og bauðst því til að finna Brúsastaði. Þótti Haraldi það hið mesta óráð að fela ,,3ja bekk- lng“ þann vanda, en allt fór það vel að lokum. Löngu síðar — eða árið 1908 — hittumst við séra Haraldur á Vestdalsheiði — hann á leið til Seyðisfjarðar, en ég til Vopna- fjarðar. Við sátum þá len'gi í góðri brekku, og skröfuðum um ymsa byrjunarerfiðleika prestsskaparins, en þá var hann ný- kominn að Hofteigi. Varð mér hlýrra til hans þá en stundum á skólaárunum. Nú erum við báðir orðnir gamlir menn, samferðamenn á lið- mni öld, langflestir alfarnir fyrir löngu, og leiðarlok okkar

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.