Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1959, Qupperneq 39

Kirkjuritið - 01.01.1959, Qupperneq 39
Bœkur. Skálholtshátíðin 1956. Séra Sveinn Víkingur sá um útgáfuna. Bókaútgáfan Hamar. Merk og falleg bók. Fyrri hlutinn verður mörgum kær, þegar lengra líður, því að þar geymist frásögnin um hinn dýrlega sólskinsdag í Skálholti, sem öllum viðstöddum verður ógleym- anlegur. Hátíðinni sjálfri er ljóst og ýtarlega lýst. Ræður, leik- ur og ljóð birt í heilu líki. Ávörp erlendra kirkjuleiðtoga ekki sízt minnisverð. Prýðilegar myndir fylgja. Dýrt mundum vér meta að eiga slíkar heimildir um fornar Þorlákstíðir í Skálholti, eða suma þá atburði, er þar gerðust áður, bæði í sambandi við kirkju og skóla. Enn fróðlegri og veigameiri fyrir marga nú er samt síðari bókarhlutinn, eftirtaldar ritgerðir: Upphaf Skálholts og hinir fyrstu Skálhyltingar, eftir dr. Jón Jóhannesson, Skrúðganga Skálholtsbiskupa eftir dr. Magnús Jónsson, og Skálholtsskóli eftir séra Benjamín Kristjánsson. Allar skemmtilegar aflestrar °g geyma geysilegan fróðleik í tiltölulega stuttu máli. Mér þótti grein dr. Magnúsar skemmtilegust, en sótti mestan fróðleik til séra Benjamíns, enda einna minnst um það efni ritað áður. Trúi ekki öðru en mörgum þyki þetta góður fengur. Slík minningarrit eru orðin alltíð, en mér finnst þetta sakir efnis og búnaðar í fremstu röð. Jón Auðuns: Kirkjan og skýjakljúfurinn. (Prédikanir). Isa- foldarprentsmiðja h.f. Það sýnir að vissu leyti nokkurn stórhug og víðsýni útgef- ar>da, að bjóðast til að gefa út prédikanir nú á timum, þegar fjöldi manns vill ekki heyra þær og enn færri lesa þær. Og eins °g höfundur víkur að í formála, eru þær líka fyrst og fremst ®tlaðar til flutnings, en ekki samdar með það í huga, að þær verði prentaðar. En þetta er nú samt bók, sem margur mun vafa- laust hafa gagn og gleði af að lesa. Sjálfsagt verða sumir höf. 0Sammála um ýmis atriði, hafa sitt hvað út á guðfræði hans og shýringar að setja, en það er ekki markmið neins prédikara að feyna að tala eins og allir vilja heyra, enda ógerlegt. Sjálfum finnst mér ég sækja oft margt og mikið til þeirra, sem ég er 3

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.