Kirkjuritið - 01.03.1960, Side 4

Kirkjuritið - 01.03.1960, Side 4
98 KIRKJURITIÐ landsins helga fyrir áramótin síðustu. Ég vil gjarnan sýna nokk- urn lit á því að verða við þessum tilmælum hins áhugasama kennimanns og ritstjóra Kirkjuritsins. Hver var höfuðorsök þess, að þú lagðir wpp í Jórsalaförina? Hvað áhrærir þessa fyrstu spurningu þína, er því til að svara, að ég hef lengi verið haldinn sterkri útþrá, löngun til þess að sjá með eigin augum lönd og álfur og það, hvernig líf- inu er lifað þar. Það var þó ekki fyrr en á síðari hluta ævi minnar, sem mér gafst til þess tóm og tækifæri að svala þess- ari þrá minni. En þessi tækifæri hafa mér aðallega fallið í skaut á tveimur síðustu áratugum. Landið helga hefur allar götur síðan ég á barnaskólaárum mínum lærði biblíusögurnar, verið í huga mínum sveipað dýrð- arljóma, sem engum fölskva hefur slegið á, þótt árin liðu. Sú hugsun hefur því verið mjög áleitin við mig, að eigi væri í raun og veru hálfsótt haf fyrir mér um ferðalög til annarra landa, meðan þeim áfanga væri ekki náð, að komast til landsins helga. Það hefur ávallt staðið fyrir augum mínum sem mjög eftir- sóknarvert fróðleiksefni, að geta af eigin raun kynnt mér þær minjar, sem enn varpa nokkru ljósi yfir það, hvernig umhorfs var í því landi, þar sem vagga kristindómsins stóð. En þetta er löng leið. Og það var fyrst eftir að siglingar hóf- ust héðan til ísraels, að ég sá hilla undir það, að þessi óska- draumur minn gæti rætzt. Ég greip því fyrsta tækifæri, sem ég átti heimangengt, til þessarar farar. Þessi langa sjóleið var mér síður en svo þyrnir í augum. Ég er gamall sjómaður og líður mjög vel á sjónum. Svo allt bar þetta að sama brunni. En það er margt, sem fyrir augun ber á svona langri sjóleið. Fyrsta landsýn á austurleið er strönd Portúgals, sem víðast er allhálend. Óslitin röð hárra fjalla er ofan við ströndina. Á hæsta tindi þessa fjallgarðs gnæfa við himin byggingar mikl- ar með háum turnum. Þetta kvað vera fornt klaustur. Er þetta skammt norðan við stórborgina Lissabon, sem reist er við krika, sem þarna skerst inn í landið. Þar sem Miðjarðarhafið opnast, en það hafsvæði bar að fornu heitið Njörvasund, sést mjög vel til Spánarstrandar á vinstri hönd og Norður-Afríku- strandar á hægri. Háir fjallgarðar eru ofan við þessar strend- ur á báða bóga. Afríkumegin eru fjallgarðarnir þrír, hver upp af öðrum, og er sá hæstur, sem lengst nær inn í landið. Austar-

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.