Kirkjuritið - 01.03.1960, Side 5

Kirkjuritið - 01.03.1960, Side 5
KIRKJURITIÐ 99 lega á Afríkuströnd er borgin Alsír, sem mjög hefur verið um- töluð nú um skeið. Þar lá leið okkar fram hjá. Þetta er stór- borg, 0g er borgarstæðið mjög hrikalegt. Þverhníptur höfði, sem gengur í sjó fram, klýfur borgina. Þar eru raðir skýja- kljúfa. Fólkið, sem flutt var frá Vestmannaeyjum í Tyrkja- raninu, var sett í land í Alsír og selt þar hæstbjóðanda að þeirra tíma hætti á þeim slóðum. Austur af Alsír er Túnis, en borgin sést ekki. Þar er austuroddi norðurstrandar Afríku. A austanverðu Miðjarðarhafi eru eyjarnar Sikiley, Pantell- ería, Malta, Krít og Kýpur. Það eru mikil og há fjöll á þess- um eyjum. Hæst eru þau á Krít, allt upp í 8000 fet. Á þessum slóðum lenti Páll postuli í miklum sjóhrakningum. Eftir að Páll hafði verið tekinn til fanga í Gyðingalandi, var hann ásamt fleiri bandingjum settur um borð í skip og förinni heitið með Þá til Rómar. En þeirri för lauk með því, að skip þeirra brotn- aði í spón við strendur Möltu, eftir mikla hrakninga, og hafði skipshöfnin vetrarsetu þar á eynni. Það er reyndra manna mál, þeirra sem bezt þekkja til sigl- lnga um heimshöfin, að óvíða eða hvergi á höfum úti muni samtímis vera á ferð jafnmikill fjöldi hafskipa sem á Mið- Jarðarhafi. Ber mest á þessu í Njörvasundi, en þar er skemmst ianda í milli á hafinu. Það er tilkomumikil og fögur sjón, sem fyrir augað ber, þar sem þessi tignarlegu og svipmiklu haf- skip kljúfa öldurnar í þétt settum röðum, næstum hlið við hlið, eins og oft ber við á þessum slóðum. Hin risastóru fólksflutn- Ingaskip bera þarna langt af. Þar næst koma olíuflutningaskip- ln. sem mörg eru geysistór og falleg. Þá úir og grúir þarna af ^oruflutningaskipum, stórum og smáum. Það var ekki hátt ris- 'Ö á Drangajökli innan um skýjakljúfa úthafsins. Þessi skip eru möng til að sjá í fjarska eins og eyjar á hafinu, og ljósadýrðin a þessum heimssiglingaflota slær, þegar dimma tekur, mjög sérkennilegum blæ á þetta blálitaða hafsvæði. Hér er ég að vísu kominn nokkuð út fyrir þann ramma, sem sPurningar þínar eru felldar inn í. En þessar hugleiðingar um það- sem fyrir augun bar á ferðalaginu, styttu mér stundir, Unz að leiðarlokum dró og ég sá strönd hins fyrirheitna lands risa úr sæ, en þá voru liðnir nítján sólarhringar frá því, að v’ér lögðum af stað að heiman. Ertu ánœgöur yfir því að þú greipst þetta tcekifæri — eöa

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.