Kirkjuritið - 01.03.1960, Qupperneq 11

Kirkjuritið - 01.03.1960, Qupperneq 11
KIRKJURITIÐ 105 Blaðið Fylkir skýrir frá því, að um hátíðarnar í vetur hafi sóknarpresturinn í Vestmannaeyjum, séra Jóhann Hlíðar, gef- ið saman 19 brúðhjón, skírt 36 börn (þar af 19 við eina messu) og messað sex sinnum — jafnan við fulla kirkju. Áætlar blað- ið, að 2000—25000 manns hafi sótt guðsþjónustuna. íbúar i Vestmannaeyjum munu nú vera um 5 þúsund. I Reykjavík voru um hátíðarnar skírð 314 börn. Af þeim voru 143 skírð í kirkju. Það verður ekki of oft brýnt fyrir fólki, að færa heldur börnin til skírnar í kirkju en fá þau skírð í heimahúsum eða koma með þau heim til prestanna, sem mun nú vera algengast a. m. k. í höfuðstaðnum. •A „Allir þeir, sem Guði sínum gleyma, þeir gleyma fyrstir sinni þjóð.“ * Við ýmsa skóla í Bandaríkjunum eru haldin námskeið fyrir ungt fólk, til að fræða það og undirbúa undir hjúskaparstofnun og að halda uppi fjölskyldu- og heimilislífi. Við skoðanakönn- un hefur það komið í ljós, að þátttakendur í slíkum námskeið- um hafa öðlazt meiri hamingju í hjúskap sínum heldur en aðr- ir og hjá þeim eru hjónaskilnaðir fátíðari. •X- „Hún er sterkari nú en áður krafan um að gæta bróður síns. Kristindómurinn er að því leyti ríkari í nútímaþjóðfélagi, hvað sem líður trúnni. Þó vil ég bæta því við, að mannúðin og menn- ingin á rætur sínar í trú, sem hærra bendir, og á það á hættu að skrælna upp, ef hún fær enga næringu þaðan.“ (Asg. Ásg.). * „Mörgum er það undrunarefni, hvernig sú þjóð (Gyðinga- þjóðin) hefur varðveitzt, dreifð öldum saman um öll heimsins lönd og hefur staðið af sér hvers konar þrengingar og ofsókn- ir, haldið þjóðareinkennum, trú og siðum. Leyndardómurinn í styrk og þolgæði þeirrar þjóðar liggur fyrst og fremst í sabbats- helginni. Þjóðin hefur ávallt tekið þriðja boðorðið alvarlega. Hún hefur alltaf lagt ríka áherzlu á að halda hvíldardaginn heilagan sem hátíðardag heimilislífsins og helgihaldsins." (Í.Á.) Gísli Brynjólfsson.

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.