Kirkjuritið - 01.03.1960, Page 14
108
KIRKJURITIÐ
keypti eitt ræðusafn hans, „That Immortal Sea“, og ennfremur
bók eftir hann, er nefnist „Psycology in Service of the Soul“.
Það er eftir að hafa lesið þessar bækur, að mér finnst ég geta
tekið til orða eins og að framan greinir.
Að mínum dómi hefur þessi merki prédikari losað sig við
allar umbúðirnar, allar kirkjukenningarnar, sem oft vilja
skyggja á sjálfan fagnaðarboðskapinn. Slík túlkun var ekki ný
fyrir mér, því síðastliðin 45 ár hafa íslendingar haft tækifæri
til þess að hlusta á frjálslynda boðun kristindómsins. En það
var óneitanlega uppörvandi að hlusta á prédikara í milljóna-
borg, sem hafði sömu viðhorf, og sem náði, með aðstoð út-
varpsins, til fólks að minnsta kosti um allan hinn enskumæl-
andi heim.
í upphafi nefndi ég ameríska prestinn Robert Young og sam-
starf hans við lækna og sjúkrahús. En nú vill svo til, að Dr.
Weatherhead hefur í mörg ár unnið svipað starf, þó ekki í
samstarfi við sjúkrahús. Þegar hann á fyrstu prestskaparárum
sínum starfaði sem herprestur í Mesopótamíu, kom fyrir atvik,
sem hafði mikil áhrif á líf hans. Læknir nokkur var að ræða
um sjúkan hermann við hinn unga prest og sagði við hann:
„í þessu tilfelli held ég, að prestur gæti gert meira fyrir sjúk-
linginn en ég get gert.“ Þetta varð til þess að beina áhuga
Dr. Weatherheads að því starfi, sem hann síðan hefur svo mjög
helgað krafta sína. En hann undirbjó sig með því að kynna
sér sálarfræði í sex ár, áður en hann hóf starf sitt á þessu sviði.
Hann hefur haft samstarf við fjölda lækna, og árangur þessara
tveggja brautryðjenda, sitt í hvorri heimsálfunni, er í mörgu
svo líkur, að mig hefur langað til þess að segja hér nokkuð
frá þeim báðum.
í upphafi greinarinnar í hinu ameríska tímariti segir svo:
„Ef líkaminn á að vera hraustur, verður að byrja á því að
lækna sálina,“ skrifaði Plato fyrir nærri 2400 árum. Lækna-
vísindin eru nú byrjuð, að fenginni reynslu á hinum læknandi
mætti trúarinnar, að viðurkenna þessi gömlu sannindi. Lækn-
arnir eru farnir að fagna samstarfi prestsins á sjúkrahúsunum,
farnir að viðurkenna, hve æskilegt það sé að þessir þrír aðilar
starfi saman, læknirinn, sálfræðingurinn og presturinn. Fjöldi
presta mennta sig nú og búa sig undir slíkt starf.“
Brautryðjandinn á þessu sviði í Bandaríkjunum er Robert