Kirkjuritið - 01.03.1960, Qupperneq 16

Kirkjuritið - 01.03.1960, Qupperneq 16
110 KIRKJURITIÐ Robert Young tók ákvörðun sína eftir rækilega umhugsun. Hann varð aftur að setjast á skólabekkinn, þá kvæntur maður, ljúka menntaskólanámi og fara síðan í prestaskóla. Þegar hann á námsárum sínum var að hlusta á fyrirlestra, fór hann fljótt að hugsa um, hvort þessi gömlu trúarsannindi gætu orðið fólki að liði, fólki, sem væri í vanda statt. Væri ef til vill hægt að hjálpa sjúklingum? Til þess að fá sjálfur reynslu um þetta, eyddi hann næsta sumarfríi í að vinna við spítala í Elgin, 111. „Ég lærði meira um mennina á þessum fáu mánuð- um en ég hefði getað lært á prestaskóla, þó að ég hefði verið þar í heilan mannsaldur", segir Young. Honum lærðist það, að maður byrjar að hjálpa fólki, um leið og hlustað er af innilegri samúð, þegar það segir frá erfiðleikum sínum. Yfirlæknirinn sagði við Young: „Talið ekki við sjúklingana, en hlustið á þá.“ Honum gafst tækifæri til þess að fylgja þessu ráði bókstaflega. Einn einkennilegasti sjúklingurinn var ungur maður, sem gæddur var frábærum stærðfræðigáfum og hafði haft stöðu á frægri rannsóknarstofu. Hann gerði engum mein og talaði aldrei orð að fyrra bragði. Young fór til herbergis þessa sjúk- lings, heilsaði honum, en reyndi ekki að hefja neinar samræð- ur. í þrjá stundarfjórðunga sat hann þar í þögn, stóð síðan upp og kvaddi hressilega og sagði: „Ég sé þig bráðlega, Pete.“ Sjúklingur þessi mátti ganga um lóð sjúkrahússins, og var vanur að fara niður að aðalhliðinu á hverjum eftirmiðdegi, til þess að mæta foreldrum sínum. Þennan dag, eftir heimsókn Youngs, settist hann niður hjá móður sinni og sagði með ákefð: „Heyrðu, mamma, þeir hafa fengið nýjan prest hér við sjúkra- húsið, sem kemur og heimsækir sjúklingana, og þeir þurfa ekkert að tala við hann frekar en þeir kæra sig um.“ Það var erfitt fyrir foreldrana að dylja undrun sína, því að þetta voru fyrstu orðin, sem sonur þeirra hafði sagt að fyrra bragði í tvö ár. Sjúklingurinn læknaðist ekki á þessum stutta tíma, sem Young dvaldist í sjúkrahúsinu. En samt varð hlutur hans mikilsverður og kom að miklu gagni. Móður sjúklingsins þótti þetta atvik svo merkilegt, að hún kom sjálf til Youngs og sagði honum allt af létta um barnæsku og æsku sonar sins, sem hún aldrei hafði sagt læknunum eða sálfræðingnum. Eftir að hafa fengið leyfi hennar til þess að láta þessar upplýsingar réttum aðilum í té, reyndist það ómetanlegt til skilnings á

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.