Kirkjuritið - 01.03.1960, Qupperneq 21
KIRKJURITIÐ
115
Jð koma þeirri hugmynd á framfæri, sem hann frá byrjun
hafði hugsað sér að koma í framkvæmd. Hann vildi gefa öðr-
um kost á því að læra af þeirri reynslu, er hann sjálfur hafði
aflað sér. Hann stofnaði skólann, sem nú er löngu frægur orð-
inn: „The School of Pastoral Care“. Stjórn sjúkrahússins
studdi hann af miklum áhuga, og starfið hófst með 8 nem-
endum, sem höfðu verið sérstaklega valdir. En síðan hefur
tölu þeirra fjölgað ár frá ári.
Eins og mörgum mun kunnugt, er þessi samvinna lækna og
presta engin alger nýjung. Hún hefur þegar valdið byltingu,
hvað viðvíkur sambandi læknavísindanna og trúarbragðanna.
Það er talið, að í dag muni 5000 prestar, sem hafa hlotið til
þess sérstaka menntun, starfa með læknum til hjálpar sjúkum.
Þeir starfa í flestum löndum. En hvergi hefur árangurinn af
slíku starfi verið eins vel vottfestur og í skóla Youngs. Og
hvergi hefur sannazt betur, hve miklu þetta samstarf getur
komið til leiðar.
Trúin á gildi þessa starfs er svo sterk meðal forráðamanna
þeirra miklu sjúkrahúsa, sem skólinn starfar í sambandi við,
að Young var boðið fast starf, til þess að fræða læknastúdent-
ana um sambandið milli trúarinnar og heilbrigðinnar.
Fyrir áhrif frá þessari merku starfsemi, hefur skilningur
aukizt svo í Bandaríkjunum á þessu máli, að nú bjóða 63
sjúkrahús prestum kennslu í þjónustu við sjúka.
Það virðist svo sem Robert Young hafi ótrúlega mikið starfs-
þrek. Þrátt fyrir sitt umfangsmikla starf, gefst honum tími
til þess að skrifa um málið, bæði bækur og ritgerðir í lækna-
rit og kirkjurit. Hvar sem hann kemur, örvar hann prestana
til þess að kynna sér þetta starf. Sérstaklega hefur þessi starf-
semi hlotið mikla útbreiðslu í Suðurríkjunum. Þekktur læknir
þaðan sagði hreykinn frá því, að hvergi annars staðar ynnu
eins margir læknar og prestar saman að því að lækna mann-
ieg mein. Menn úr þessum tveimur starfsgreinum, sem varla
hafa álitið, að þeir hefðu neitt að ræða saman um, hafa loks-
ins fengið skilning á því, hve náin starfssvið þeirra eru í raun
°g veru. Þegar forseti Læknafélagsins í Texas talaði þar á
þingi nýlega, gaf hann þá yfirlýsingu, að mikilsverðasta hjálp-
in, sem læknavísindin fengju, væri samstarf prestanna.
Sálfræðingar eða psychiatristar hafa líka endurskoðað af-