Kirkjuritið - 01.03.1960, Qupperneq 25

Kirkjuritið - 01.03.1960, Qupperneq 25
KIRKJURITIÐ 119 fræðikandídat frá Stokkhólmsháskóla. Hefur tekið mikinn þátt í störfum Diakonissustofnunarinnar og verður áfram á vegum hennar. Gunnar Hultgren erkibiskup í Uppsölum vígir konu þessa í kapellu S:ta Katharinastofnunarinnar í Österskár. Hér fara á eftir yfirlýsingar þriggja sænskra biskupa, eftir að hin mikilvæga og afdrifaríka samþykkt var gerð. Erkibiskup: Knýjandi þörf til aö votta samstööu mína. Kvenguðfræðingarnir þrír, sem farið hafa fram á prestvígslu, hafa neytt lögákveðins réttar síns. Og biskuparnir, sem hafa viljað verða við tilmælum þeirra, hafa haft í huga vígsluskyldu þá, sem embætti þeirra fylgir, — sé ekki trúarleg sannfæring til hindrunar. Með ákvörðun þeirri, sem nú hefur verið gerð, er fenginn úr- skurður, sem bindur enda á óvissuna um, hvort og hvenær prest- vígsla kvenna mundi fara fram innan sænsku kirkjunnar. Þeirri spurningu var enn ósvarað, síðan konur höfðu með lagabreyt- ingunni 1958 hlotið sama rétt og karlar til prestsembættis. Til að úr prestvígslu gæti orðið, þurfti þess meginatriðis fyrst, að einhver kvenguðfræðingur, er til þess hefði réttindi, bæðist vígslu af biskupi, og að hann vildi að athuguðu máli verða við tilmælum hennar. En hér er ekki eingöngu um að ræða rétt og skyldu. Hin nýja skipan, sem veitt hefur konum aðgang að prestsembætt- um, helgast, þegar lengst er rakið, af tilganginum að þjóna köllun kirkjunnar og boða Guðs orð með þjóð vorri og byggja upp söfnuð hans meðal vor. Ég er þess fullviss, að þetta sjón- armið er ríkjandi hjá þeim konum, sem farið hafa fram á vígslu, og að það hefur ráðið úrslitum um skoðun þeirra á persónulegri köllun sinni. Það er sérstaklega í þessu grund- vallaratriði, sem þær þurfa umfram allt að fá að finna stuðn- ing, jafnt þeirra mörgu, sem þær eiga eftir að kynnast í starfi sínu, og hinna, sem hefur verið falið það ábyrgðarhlutverk að flytja þeim köllun kirkjunnar og veita þeim staðfestingu. Ekki fá allir, sem þess mundu óska, tækifæri til að lýsa samstöðu sinni, bæði með málefninu og einstaklingunum, en sjálfur hef ég fundið hjá mér knýjandi þörf til að gera það í orði og einn- ig í verki. Eitt ár hefur liðið, áður en um það yrði að ræða í fram-

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.