Kirkjuritið - 01.03.1960, Qupperneq 26

Kirkjuritið - 01.03.1960, Qupperneq 26
120 KIRKJURITIÐ kvæmd, hvort kona skyldi vígð til prests. Hvers vegna ekki fyrr? Ástæðan er svo sem kunnugt er sú, að þeir kvenguðfræð- ingar, sem hefðu getað neytt réttinda sinna, létu það ógert að sinni, til þess að gera ekki alvarlegra það ástand, sem mynd- azt hafði innan kirkjunnar vegna ágreinings um þetta mál. Öll- um, sem finna til sömu ábyrgðar gagnvart einingu kirkjunnar, mun vera ljóst, að sú ákvörðun þeirra hafi ekki orðið árang- urslaus. Hættan á ytri klofningi kirkjunnar hefur minnkað á árinu. En hvers vegna nú? Hér skilur skoðanir þeirra, sem hafa jafnríka ábyrgðartilfinningu fyrir einingu kirkjunnar. Ég get aðeins sagt, að þeim, sem hafa fengið það hlutverk að skera úr um málið, hefur orðið það æ ljósara, að meiru mundi hætt og tapað en bjargað og unnið við tilraunir til áframhaldandi frestunar. Þetta er sagt í fullri vitund um þá erfiðleika, sem vér eigum þegar við að etja, og þær enn alvarlegri þolraunir, sem vér verðum að búa oss undir, að steðja muni að hinu kirkjulega samfélagi og hinni kirkjulegu samvinnu, fyrst og fremst hér heima fyrir, en einnig á hinum víða, allkirkjulega vettvangi. Nú ríður á því, að allir, báðum megin, sem gera sér ljóst, hvað í húfi er, reyni af fremsta megni að auðsýna innbyrðist þann skilning og þá tillitssemi, sem einlæg, kristin sannfæring krefur, og krefjast þess út á við, allir sem einn, að rétturinn til þess sé virtur. Þetta er þó ekki nóg, enn meira veltur á því, að vér missum hvorugir sjónar á því, sem oss er og verður að vera þungamiðjan í starfi kirkjunnar: Boðun Guðs eigin orðs. Vér verðum að hlusta eftir, hvað það hefur að segja oss per- sónulega; það kallar oss einnig til sameiginlegrar þjónustu. Er það hugsanlegt, að vér mundum geta látið sundrungina rýra allsherjar framlag kirkju vorrar til boðunar Guðs orðs í voru eigin landi og úti í veröldinni, eins og það birtist í trúboði, vakningar- og líknarstarfi og kristilegri þjóðfélagsstarfsemi? Nei, það er þvert á móti sannfæring mín, að hin sameiginlega ábyrgð á starfi kirkjunnar muni vísa oss þann veg, er vér get- um og verðum að ganga saman. Bo Giertz biskup í fréttaauka sænska útvarpsins 21. jan. 1960: — Ber að skilja þetta sem endanlegan klofning? spurði fréttamaðurinn.

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.