Kirkjuritið - 01.03.1960, Page 31

Kirkjuritið - 01.03.1960, Page 31
KIRKJURITIÐ 125 kirkjulífi vestra. Kirkja er yfirleitt vel sótt. Ávallt fullskipað við árdegismessu, en færra við síðdegismessu. Ég hef verið að velta því fyrir mér, hver ástæðan er fyrir því, að kirkja okkar er svo miklu verr sótt heima á íslandi. Ekki eru það prestarnir. Ég er ekki það hrifinn af ræðum þeirra hér. Þeir tala yfirleitt blaðalaust, oftast meiningarlítið, og láta mikið i stólnum með raddbrigðum og handahreyfingum. Þá kýs ég heldur ræður íslenzku prestanna. Ég er heldur ekki trú- aður á það, að kirkja þurfi að vera fríkirkja, til þess að fólk sæki kirkju sína. Við höfum líka fríkirkju á Islandi og hef ég ekki séð mikinn mun á kirkjusókn þar og annars staðar. En þá er það afstaða fólksins til kirkjunnar, og þar held ég að komið sé að kjarna málsins. íslendingar eru, held ég, ekki verr trúaðir en aðrar þjóðir. Þeir vilja telja sig kristna og vilja tilheyra söfnuði, en afstaða þeirra til kirkjunnar er neikvæð. I daglegu tali finnur maður alltaf einhvern niðrandi tón í garð kirkjunnar og hennar starf. Jafnvel menntamenn, kennarar til dæmis, eru ákaflega fáskiptnir, þegar kirkjan á í hlut, jafnvel neikvæðir í afstöðu sinni. Hér er þetta öfugt. Afstaða fólks er mjög jákvæð til kirkj- unnar. Jafnvel þó fólk sæki ekki kirkju, er afstaða þess undan- tekningarlaust mjög jákvæð. Fólk virðist hafa þörf fyrir kirkj- Una, jafnvel félagslega þörf. Kirkjan notfærir sér líka út í yztu æsar þá möguleika, sem felast í hinu mjög svo félagselsk- andi ameríska þjóðfélagi. Kirkjusókn er, eftir því sem mér hefur verið sagt, einnig minni á Norðurlöndum en í Ameríku. En afstaða fólks er ekki eins meinleg í garð kirkjunnar eins og hjá okkur. Ég get þess hér, sem sænsk kona sagði í Skálholti í sumar við kennarahóp, sem allir sem einn rausuðu um f járaustur í sambandi við kirkju- sniíðina þar, og að það fé væri betur komið í öðrum bygg- ingum. „Ég get alls ekki skilið ykkur,“ sagði hin sænska kona, »þetta er þó Skálholt og ætti að vera ykkur einhvers virði“. Nei, það er ekki von hún skilji, það væri annars tilvinnandi að kynna sér íslenzka kirkjusögu og reyna að rekja orsakir til þess, að íslenzka þjóðin krossfestir kirkju sína í dag. Að kenna Prestunum um það„ sem miður fer, er fásinna. Öll mistök í sögu kfrkjunnar eru mannanna verk og hafa þar fleiri komið við sögu en þeir, sem hafa prédikað guðs orð.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.