Kirkjuritið - 01.03.1960, Síða 36

Kirkjuritið - 01.03.1960, Síða 36
130 KIRKJURITIÐ ræða, er það samt þess vert, að það sé athugað. Misræmi í þessu sem öðru er óæskilegt og þyrfti að hverfa. Vínbindindi. Eru ekki til lög, sem banna prestum aö neyta áfengis? Þau munu ekki vera til strangari en svo, að það geti valdið emb- ættismissi, ef prestur er „hneykslanlega drukkinn" t. d. við embættisverk. Samkvæmt konungsbréfi frá 15. maí 1638 máttu prestar ekki brugga brennivín í húsum sínum, né brugga handa öðrum. Eftir því sem síðari tilskipanir segja, er talsvert slegið af ákvæðum þessum. Þó er alltaf tekið fram, að prestar megi ekki hneyksla fólk með víndrykkju. Á prestastefnunni árið 1890 var þetta mál mikið rætt. Svo er það sumarið 1892, að biskup Islands, herra Hallgrímur Sveinsson, yfir 40 prófastar og prest- ar og einn prestaskólakennari undirrita svo hljóðandi yfirlýs- ingu: „Vér undirskrifaðir andlegrar stéttar menn skoðum efl- ingu og útbreiðslu algjörðs ævibindindis (bæði frá að neyta og veita) sem kristilegt kærleiksverk, er sérstaklega snerti oss eptir stöðu vorri, og viljum því með eigin dæmi og yfir höfuð í orði og verki styðja þetta velferðarmál þjóðar vorrar“ (Kirkju- blaðið, okt. 1892). Á næstu árum bættust fleiri í hópinn. Vín- bindindi töldu þessir menn velferðarmál þjóðarinnar þá. Nú á dögum er það ekki síður velferðarmál, sem prestastéttin ætti ekki að láta sig minna skipta. Sannarlega vinna margir prestar að bindindismálum meðal þjóðarinnar, en æskilegt væri, að sá hópur yrði fjölmennari. Helgistundir í útvarpinu. Það er mikið hlustað á helgistundina í morgunútvarpinu. Þó að ekki fari allir eins með hana, er það mikill fjöldi fólks, sem á hana hlustar. — Vœri lieppilegra, aö pessari helgistund vceri sett fastara form? Það er afar hæpið. Auk þess er hún sann- arlega innan sterkrar umgerðar. Tíminn er ákveðinn, orgel- undirleikurinn og lesið er úr Biblíunni. Sjálfsvalið hjá þeim, sem annast þessa helgistund, er því ekki annað en það, hvort hann kýs að lesa sálmvers eða flytja nokkur orð frá eigin brjósti. — Væri ekki hægt að fá svipaða helgistund í útvarp- inu í lok kvöld-dagskrárinnar?

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.