Kirkjuritið - 01.03.1960, Síða 38

Kirkjuritið - 01.03.1960, Síða 38
Eftir hátíðasiðnum Hjá Lúkasi lesum vér söguna um Jesúm 12 ára. Hún hefst á þeim upplýsingum, að foreldrar hans hafi ár hvert ferðazt til Jerúsalem á páskahátíðinni. ,,0g þegar hann var orðinn 12 ára gamall, fóru þau upp til Jerúsalem eftir hátíðasiðnmrí' (Lúk. 2, 42). Mér hefur oft dottið þessi staður í hug í sambandi við kirkju- gönguna. Á seinustu jólum og nýári var skýrt frá mikilli kirkju- göngu víða um land. (Og það var góð og þörf nýbreytni að fá slíkar upplýsingar, en ekki sömu klausurnar um dansleiki, óspektir og álfabrennur, rétt eins og það væri aðalefni þeirra daga.) Hvers vegna fer fólk í kirkju á jólum, páskum og öðrum slíkum helgidögum? Það gerir það eftir hátíðasiðnum. 1 þess ungdæmi ólst það upp við hann og rækir hann þar af leiðandi í lífi sínu. Ég hef oft talað við fólk, sem segir, að því finnist ekki nein hátíð, nema það fari í kirkju. En kirkjugangan er meira. Hún er ekki bara hátíðasiður. Hún þarf að tiðkast venjulega helgidaga. Og siðinn verður að innleiða, ef kirkjulífið á að ná tilætluðum árangri. Nýlega átti ég tal við prest. Hann sagðist lýsa því yfir við verðandi ferm- ingarbörn, að þau sæktu kirkju reglulega veturinn áður en þau fermdust, ef þau ætluðu að láta ferma sig. Margir prestar hafa hliðstæðar aðferðir til þess að innleiða hjá börnunum kirkju- siðinn. En til þess að áminningin beri góðan árangur, verða hinir eldri að ganga á undan. Þar er tengiliðurinn, sem því miður er ekki hægt að treysta á. Börnin fara í spor hinna full- orðnu, hvort sem þau spor liggja framhjá kirkjunni eða til hennar. Fordæmið er öllum fyrirmælum sterkara. Kirkjuferðin þarf að vera fastur og ákveðinn liður í helgi- haldi fjölskyldunnar. Maðurinn lifir ekki á brauði einu saman og dögurður sunnudagsins gefur manninum ekki hvíld og helgi- Er ekki tími kominn til að fara fram á það við hvern safnaðar- meðlim, að hann fari ákveðnar kirkjugöngur, með hliðsjón af því, hve oft er messað í sóknarkirkju hans? Kaþólska kirkjan

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.