Kirkjuritið - 01.03.1960, Side 41

Kirkjuritið - 01.03.1960, Side 41
Bœkur. Biskupinn í Göröum. Sendibréf. Finnur Sigmundsson bjó til Prentunar. Bókfellsútgáfan 1959. Séra Árni Helgason (1777—1869) var einna víðkunnastur íslenzkra kennimanna allan fyrri hluta 19. aldar og bar margt til þess. Hann lauk lærdómsprófum sínum við Hafnarháskóla rneð ágætiseinkunn, gegndi þremur eftirsóttum prestaköllum um hálfa öld, þótti afburða kennari og útskrifaði marga heima- stúdenta, var einn af stofnendum íslenzka Biblíufélagsins, og tvisvar settur biskup um skeið. Þá gaf hann út Helgidagapré- dikanir, sem talsvert voru lesnar, þótt ekki yrði þeim jafnað við Vídalínspostillu og fyrntust æði fljótt. Engu að síður sóp- aði að Árna biskupi utan kirkju sem innan, þótt hann væri mikill friðsemdarmaður. Hann var sannkallaður höfðingi í sjón °g raun, allra manna skyggnastur á hinar broslegu hliðar lífs- ins, enda er það þeim mönnum hollast, sem miklir eru alvöru- menn í aðra röndina. Öll bréfin, sem í bókinni eru, eru skrifuð Bjarna amtmanni Thorsteinssyni árin 1810—1853, en hann sat lengst af á Stapa ú Snæfellsnesi. Aldrei hefði Árna biskupi til hugar komið, að þetta vinarrabb yrði prentað, og má eflaust um það deila, hvort slíkt sé rétt, þótt langt sé um liðið. Hitt er víst, að liðinn tími speglast hvað tærast í svona smámyndum, sem teknar hafa verið líkt og af handa hófi af líðandi augnablikum, og enginn síðan hróflað við, hvorki fágað eða lýtt. Höfundurinn sjálfur kemur hér ekki aðeins til dyranna eins og hann er klæddur, heldur umhverfi hans, eins og það kom honum þá og þá fyrir sjónir, smáir hlutir jafnt sem stórir. Þetta er því bæði fræði- og skemmtilestur. Hér eru aðeins lítil sýnishorn: ..Ég hef enn nóg af nauðsynjum lífsins, og jafnvel af korni til haustsins, en fólk í kringum mig sumt ber sig illa, því graut

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.