Kirkjuritið - 01.03.1960, Page 42

Kirkjuritið - 01.03.1960, Page 42
136 KIRKJURITIÐ og brauð vantar, samt feiti, sem er enn verra. Þegar það fær litla áheyrn hjá mér, því ég þekki fólk, svo er farið til mömmu, og stundum hvort sem er, og svo góðsöm sem hún er, þá spyr hún mig oftast um kringumstæður fólks, sem hún ekki þekkir, áður en hún afræður stærð gjafarinnar, og satt að segja verð- ur henni drjúgt í hendi það, sem hún tekur sér til að miðla af, og er það víst því að þakka, að hún hefur svo mikla æfingu í að miðla.“ „Þú spurðir mig einhvern tíma í bréfi í vor, hvernig mér litist nú á heiminn, og er það hvort tveggja, að ég mun ekki hafa svarað því, enda veit ég ekki hvernig ég á að svara; en það held ég hann hafi verið öðruvísi 1 minu ungdæmi, eða ég öðruvísi. Kannske ég hafi þá minna þekkt til hans en nú! Því að líklega mun hann sjálfum sér líkur, þegar á allt er litið.“ „Biskupinn prédikaði í Reykjavík í dag. Ministeríum hefur að nokkru leyti falið honum það á hendur að prédika þar og láta prédika við og við, svo að söfnuðurinn fari ekki þann breiða veg, sem allir vita, hvert liggur, þegar þeir heyra ekki hvað presturinn prédikar, en heyra þó svo mikið, að hann fer með eintóma heimsku." (Hér er vikið að aðfinnslum í garð séra Ásm. Jónssonar dómkirkjuprests.) „Ég hlæ að öllu, og þó að það sé kuldahlátur, þá er það gott fyrir mín lungu, og mín lungu eru mér nær en öll önnur lungu.“ Hér kennir sem sé fjölda grasa og margra góðra. Abraham Lincoln eftir Thorolf Smith. Setberg s.f. 1959. Margir telja Abraham Lincoln mestan þeirra, sem setið hafa á forsetastóli í Bandaríkjunum, enda er hann einn af víðkunn- ustu og ágætustu mönnum, sem veraldarsagan hefur af að segja. Hann var fátækra manna og alinn upp í einangrun við erfið skilyrði. Frábær dugnaður hans og óslökkvandi fróðleiksþrá kom fljótt í ljós. Engu síður göfgi hans og mannúð. Margt lagði hann á gjörva hönd í æsku og ruddi sér markvíst braut til áhrifa á þjóðmálasviðinu. Kunnust er barátta hans fyrir af- námi þrælahaldsins, sem hann leiddi til sigurs. Það er ein kald- hæðni og harmur veraldarsögunnar, að þessi „vinur mannkyns- ins“ og velgerðarmaður skyldi falla fyrir morðingjahendi, á hátindi frægðar sinnar og valda og frá hálfloknu starfi. En því

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.