Kirkjuritið - 01.03.1960, Page 44

Kirkjuritið - 01.03.1960, Page 44
138 KIRKJURITIÐ ingar um Hávamál, Rannsóknir Alfreðs C. Kinseys, Nokkrar vafasamar kennisetningar í uppeldisfræði, Um ættleiðingu barna. Heiti bókarinnar er óvanalega vel valið, lýsir skýrt bæði inni- haldinu og efnismeðferðinni. Auk óvenju ljósrar framsetningar er hófsemi höfundar mesta einkenni málflutningsins. Ekki að undra, þótt honum séu Hávamál hugstæð. Hann vill auðsæilega hafa þann háttinn á, sem þar er kenndur. Hugsa vel sinn gang, gæta varúðar og halda því, sem sannast reynist. Höfundur var- ast því allar stórorðar fullyrðingar um heimspeki sína og bend- ir ósjaldan á, að hinar og þessar niðurstöður séu álitamál, en samt dylst ekki, að hann er kristinn lífsspekingur. Að vísu veigrar hann sér við að játa beinum orðum trú sína á Guð, mun ef til vill kalla sig ókynnismann, en óneitanlega verður ekki annað lesið á milli línanna en að hann hallist eindregið að því, að æðri máttur sé að baki tilverunnar. Hann köllum vér Guð. En siðaskoðanir höfundar eru fyrst og fremst kristilegar. Það er raunar aldarandi, að menn reyna að gera sem minnst úr sköpunarmætti og áhrifavaldi kristindómsins á siðgæðissviðinu. Það „þykir fínt“ nú á dögum að afneita sambandi trúar og sið- gæðis. Og þar er ég höfundi mest ósammála, þegar hann er með vangaveltur yfir því, hvort órofasamband sé þar á milli eða ekki. Og sannast sagt virtist mér að vonum sem honum fatist þá mest. Ég skal aðeins taka eitt dæmi: „Siðferðilegan mœli- kvarða verður því að leggja á ríkið, en ekki mœlikvarða ríkis- ins á siðgœðið“, segir höf. á bls.280. Hér er gengið út frá því, að viðurkennt sé, að siðferðið hafi óháð og algilt gildi. En hvað sýnir sagan, ekki sízt nú á tímum? Mundu nazistarnir og yfir- leitt allur þorri stjórnmálamannanna lúta þessari reglu? Kem- ur þetta heim við „dialektiska efnishyggju“ ? Spyr sá sem ekki veit. Hitt veit ég, að öll trúarbrögð hafa verið mæður ákveðinna siðaskoðana, og mun svo verða í framtíðinni, að ég ætla. Ég tek þetta dæmi þess, að sumar ályktanir höfundar vekja að sjálfsögðu andmæli, og hann getur að vonum valdið manni stöku sinnum vonbrigðum. En bókin bæri heldur ekki nafn með rentu að öðrum kosti. Annars eru kostir hennar langsamlega yfirgnæfandi. Þar á meðal fróðleikurinn. Ekki hefur t. d. áður birzt á vorri tungu svo greinargott yfirlit um hinar víðfrægu og umdeildu rannsóknir dr. Kinseys, — að því leyti sem það

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.