Kirkjuritið - 01.03.1960, Page 45
KIRKJURITIÐ
139
nær. Þá má heldur ekki gleyma mörgum merkum leiðbeining-
um dr. Símonar, svo sem um ættleiðingu barna, þjóðlegar barna-
bókmenntir og uppeldisgilid íþrótta. Það eru þarfar hugvekjur.
Ég held, að bók sem þessi eigi mikið erindi til presta og fræð-
ara og að vísu til þjóðarinnar allrar.
Erfiö börn. Sálarlíf þeirra og uppeldi. — Barnaverndarfélag
Reykjavíkur gaf út. Hlaðbúð 1959.
Þessi bók á að vissu leyti skylt við þá fyrrnefndu. Hún fjali-
ar um erfitt vandamál og er næsta sérstæð. Dr. Matthías Jón-
asson sá um útgáfuna og segir í formála: „Barnaverndarfélag
Reykjavikur hefur sett sér það markmið m. a. að auka þekk-
ingu almennings á þeim ytri og innri ástæðum, sem leiða til
sérstakra erfiðleika í uppeldi. Jafnframt leitast félagið við að
fá kennara til að ljúka fullgildu námi í hinum ýmsu sérgrein-
um uppeldisins, svo að þjóðin eigi fullmenntuðum mönnum á
að skipa, hvar og hvenær, sem hið opinbera tekur uppeldi erf-
iðra barna í sínar hendur, allt frá sérdeild barnaskólans til sér-
hæfrar uppeldisstofnunar.“ ... „Við tókum þann kost að fá
Warga menn til að skrifa þessa bók, svo að hver þeirra mætti
njóta sérþekkingar sinnar og reynslu á ákveðnu sviði.“ ...
..En þekking manna á afbrigðum í þróun einstaklingsins og
viðeigandi uppeldisaðferðum hefur aukizt, svo að nú eru tök á
því að gera nýtan og sjálfbjarga samfélagsþegn úr nærfellt
hverju barni og létta þannig þunga framfærslubyrði þjóðfé-
lagsins.“
Þetta skýrir nægilega tilgang og gildi þessarar góðu bókar.
Ekki þarf að eyða orðum að raun þeirra foreldra, sem eiga van-
þroska börn, né stríði þeirra við sum, sem eru þeim erfið á
fleiri en einn veg. Breyttir þjóðfélagshættir hafa og aukið vanda
þeirra, enda nú að því unnið að koma á fót kennsludeildum og
stofnunum fyrir þá einstaklinga, sem ekki eiga samleið með
almenningi. Og er slíkt bráð nauðsyn. Þessi bók mun geta flutt
mörgu foreldri æskilegan fróðleik og eins öðrum uppalendum,
°g er þess mikil þörf.
Bókin skiptist í þessa tíu kafla: Matthías Jónasson: Heilbrigð
þróun barnsins. Davíð Davíðsson: Líkamsorsakir sálrænna af-
brigða. Ragnhildur Ingibergsdóttir og Björn Gestsson: Fávitar
°g uppeldi þeirra. Sigurjón Björnsson: Taugaveiklun. Benedikt