Kirkjuritið - 01.03.1960, Síða 46
140
KIRKJURITIÐ
Tómasson: Geðvilluskapgerð. Brandur Jónsson: Skynjunar-
gallar og sálrænar afleiðingar þeirra. Einar Halldórsson:
Blinda. Kristinn Björnsson: Fötlun barna og líkamslýti. Matt-
hías Jónasson: Námserfiðleikar tornæmra barna. Símon Jóh.
Ágústsson: Misferli og afbrot barna og unglinga.
Ekki verður betur en með þessari upptalningu gefin hug-
mynd um efni bókarinnar og gildi, né hvílíkt erindi hún á.
Nýja testamentiö, vasaútgáfan frá 1956, hefir verið Ijósprent-
uð á kostnað Hins íslenzka Biblíufélags og er komið á markað-
inn. Bókin er skreytt myndum úr Biblíu brezka Biblíufélagsins
frá 1955. Eru þær hinar prýðilegustu, og verður þetta vafa-
laust vinsæl gjafabók.
G.Á.
Spurningin.
... Mér kemur í huga samkoma í Fíladelfíu í Sveavágen,
þegar ég var alveg nýgenginn í söfnuðinn og farinn að vitna.
Prúðbúinn og menntaður miðaldra heimsmaður hafði komið á
samkomuna og setzt hjá einum bróðurnum, sem veitti því sér-
staka athygli, hve þessi gestur fylgdist af lifandi áhuga með
boðuninni. Að samkomunni lokinni, spurði bróðirinn • þennan
skartklædda og menntaða mann: „Eruð þér frelsaður?“ „Nei,
ekki get ég nú sagt það.“ „En langar yður til að frelsast?"
„Nei, ég get ekki heldur sagt, að mig langi neitt til þess.“ Þá
spurði bróðirinn: „En hvers væntið þér þá af lífinu?" Og þessi
gáfaði, menntaði, prúðbúni og andríki maður horfði beint fram-
an í bróðurinn og mælti nú nokkur orð, sem mér hafa aldrei
úr minni gengið. Með rórri, örlítið angurblíðri og hæðnisbland-
inni röddu svaraði hann orðrétt þannig: „Þegar menn eru komn-
ir á minn aldur, þá vænta menn sér ekki lengur neins af lífinu."
En nú spurði ég sjálfan mig: Hvers vænta öll þess æðandi
mannsbörn og mannsfætur af tilverunni? Og hvað bera þeir
úr býtum af hennar hálfu? Hver eru launin fyrir öll hlaupin?
Sven Lidman.