Kirkjuritið - 01.12.1960, Side 5
KIRKJURITIÐ
435
F'erö án fyrirheits.
Þannig hefur einhver bók heitið, og gæti þessi fyrirsögn eins
vel átt við ferðalag vort á þessari jörð, meðan vér eigum enga
trú né takmark.
Um óratíma var mannlegt líf ferð án fyrirheits. Kynslóðir
fæddust til að draga fram lífið, oftast í eymd og volæði, og
hverfa síðan ofan í moldina án trúar og vonar. Engin stjarna
vísaði veg. Engin fagnaðarsæl eftirvænting laðaði til að sækja
fram til manndóms og dáða, brýndi viljann til fegurra og full-
komnara lífs. Tilvera mannanna var eins og tilvera dýra, hring-
ferð í myrkri frá vöggu til grafar, strit fyrir munni og maga,
iðulega þungt og dapurlegt.
Ef vér sjáum enga leið áfram, dofna allar gáfur, visna og
verða að engu. Mikill var því boðskapur hans, sem kom af himni
a jörð. Hann beindi augum mannkynsins að óendanlega háu
niarki, kenndi þeim að horfa langt fram og trúa því, að himna-
ríki væri í nánd. Er nokkur gjöf stærri en gjöf vonarinnar og
trúarinar, sem stækkar þannig alla útsýn mannkynsins og segir:
Allt er mögulegt fyrir Guði.
ffið sanna Ijós.
Allir vita, hvernig það er að villast í myrkri. Vér týnum öll-
um áttum og höfum ekkert að miða við. Afleiðingin verður sú,
að vér göngum í hring, komum aftur og aftur á sama staðinn
an þess nokkuð miði áfram, gistum þar að kveldi, sem lagt var
UPP að morgni.
Hvílík umskipti verða, ef skyndilega er brugðið upp ljósi úr
heirri átt, sem ferðinni er heitið til. Undir eins er hægt að
akveða stefnuna, og síðan getum vér haldið þangað rakleitt,
^aeð því að stefna á ljósið.
Það grúfði myrkur yfir veröldinni, þegar Jesús fæddist. Þá
ems og nú sátu grimmlyndir harðstjórar að völdum, sem kross-
festu náðina og sannleikann. Hnefaréttur og ofbeldi réðu lög-
um og lofum. Alþýða manna var réttlaus, fátæk og lítils meg-
andi. Menn trúðu því jafnvel, að guðirnir væru illir og viðsjálir.
h^ngin von um annað líf og betra að þessu loknu.
Ekki var að undra, þótt höfundur guðspjallsins trúi því með
fögnuði, að veröldin muni verða önnur eftir komu Krists í
heiminn. Hann var hið sanna ljós, sem upplýsir hvern mann.