Kirkjuritið - 01.12.1960, Page 19

Kirkjuritið - 01.12.1960, Page 19
KIRKJURITIÐ 449 Egyptalandi.“ Móse bar fram afsakanir og sagði: „Hver er ég, að ég fari á fund Faraós?“ En Drottinn sagði: „Far nú.“ Móse afsakaði sig enn og sagði: „Mér er tregt um málfæri og tungu- tak.“ En Drottinn sagði: „Far nú. Ég skal vera með munni þín- um og kenna þér, hvað þú skalt mæla.“ Móse hlýddi og fór. Jesaja var kallaður. Orðið náði til hans. En hann sagði: „Vei mér, það er úti um mig.“ En við hann var sagt: „Misgjörð þín er burt tekin og friðþægt er fyrir synd þína.“ Raust Drottins heyrðist: „Hvern skal eg senda?“, og Jesaja svaraði: „Hér er ég. Send mig.“ Og Drottinn sagði: „Far þú og tala til fólksins.“ Slíkur er máttur hins vekjandi orðs. Þannig vígir Guð þjóna sína, sem hann kallar. Heill þeim, sem hlýða kölluninni og segja: ,,Eftir orði þínu.“ Jeremíu treysti ekki sjálfum sér, og því sagði hann: „Ó, herra Drottinn. Sjá, ég kann ekki að tala, því að ég er enn svo ungur.“ En Drottinn sagði: „Þú skalt fara til allra, sem ég sendi þig til, og tala allt það, er ég býð þér.“ Þannig veitir Guð náðargjafir sínar um leið og hann kallar menn með orði sínu. Sál var ofsóknari. Það var ekki í huga hans að beygja sig fyrir orði lífsins. Drottinn kallaði til hans og stöðvaði hann á veginum. En Drottinn kallaði einnig á lærisvein, og hið knýj- andi, vekjandi orð náði að hjarta hans. Þessi lærisveinn hét Ananías, og Drottinn sagði við hann: „Statt upp, og gakk inn í stræti það, sem kallast hið beina, og spyr þú upp í húsi Júd- asar mann frá Tarsus, er Sál heitir, því sjá, hann biðst fyrir." Ananías var titrandi. Það get ég vel skilið. Hann kveið fyrir því að eiga að fara til þessa manns. En Drottinn sagði: „Far þú.“ Hér var um ekkert annað að ræða en hlýða orði Drottins. Ananías hefur eflaust haft hjartslátt, er hann kom inn í beina strætið. En orð Drottins vann sigur, svo að Ananías gekk inn í húsið. Sjáum þetta fyrir oss. Hlustum, er hann segir: „Sál, bróðir, Drottinn hefur sent mig.“ Páll stóð upp, gekk fram og talaði lífsins orð. Ekkert gat stöðvað hann, því að hann hlýddi orðinu og var allur í orðinu. Hann ferðaðist og prédikaði. Hann gat ekki annað. Hann segir sjálfur: „Skyldukvöð hvílir á mér. Vei mér, ef ég boðaði ekki f agnaðarerindið. ‘ ‘ Þetta er sannfæring trúarinnar, sigur hins lifanda orðs. Þann- 29

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.