Kirkjuritið - 01.12.1960, Side 26

Kirkjuritið - 01.12.1960, Side 26
456 KIRKJURITIÐ fleira hafi fært mennina saman, svo að þeir lifi allir í ná- býli. Hitt er þó enn sannara, að veröldin hafi farið sístækkandi síðustu áratugina, því að uppgötvanir vísindanna hafa sýnt og sannað, að leyndardómar tilverunnar, bæði þeirrar sýnilegu og ósýnilegu, eru miklu meiri en menn óraði fyrir áður. Atomið eitt er heill heimur og tilkoma hinna nýju sálvísinda hefur enn sem komið er aðallega vakið oss grun um, að djúp sálarinnar er ólíkt óbotnanlegra en vér héldum — maðurinn sjálfur miklu óþekkt- ari en talið var. Og þótt ganga megi að því vísu, að fyrstu stjarnferðalang- arnir leggi upp innan skamms og komist eftir fáa mánuði eða a. m. k. ár til tunglsins, sjáum vér nú í hendi vorri, að það er í sjálfu sér ekki svo mikill áfangi á þeirri braut að kanna geim- inn. Því til skýringar má benda á þetta: Þótt vér ferðuðumst með 37—38000 km hraða, tæki ferðin til Venusar 41 dag, til Marz 83 daga, til Neptúnusar 12 ár og 18 ár til Plútosar, sem er yztur í sólkerfi voru. Og þótt vér næðum að komast 75000 km á klukkustund, værum vér 10 þúsund ár að ná til næstu fasta- stjörnu utan sólarinnar — og þykir það stutt bæjarleið hjá því, sem þar er handan. Það er því engin furða, þótt þekking vor sé enn í molum varð- andi heim og himin. Meðal annars óvíst, hvort ekki bíður all- lengi enn, að gengið verði úr skugga um, hvort líf sé til á öðr- um stjörnum. Og ef svo reynist — sem raunar er næsta senni- legt — og það kunni að vera miklu fullkomnara en hér — > hvers vegna aðrir stjarnbúar hafa ekki vitjað vor. Einna óskiljanlegast í sambandi við hina auknu þekkingu er það, að sumir menn telja, að hún setji Guð út úr spilinu, — sanni, að hann sé ekki til. Mér finnst, að hún hljóti að hækka og stækka hugmyndir vorar um hann. Fyrir árþúsundum varð sálmaskáldinu að orði í hrifningu sinni: „Drottinn Guð, hversu dýrðlegt er nafn þitt um alla jörðina!" Hann hélt þó, að jörðin væri tiltölulega lítið stærri en það, sem hann hafði daglega aí henni fyrir augunum, og stjörnurnar helzt eins konar gullnagl- ar. Vitneskja vor um undur veraldar og mikilleik himnanna ætti því að réttu lagi að þrýsta oss á kné frammi fyrir alheims- smiðnum. Hann hlýtur að vera svo óendanlega miklu stærri og máttugri og óskiljanlegri en vér héldum, þrátt fyrir það ljos, sem Kristur og aðrir opinberendur hafa varpað á eðli hans.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.