Kirkjuritið - 01.12.1960, Blaðsíða 37

Kirkjuritið - 01.12.1960, Blaðsíða 37
KIRKJURITIÐ 467 5. gr. Lausar organleikarastöður skulu auglýstar í Lögbirtingablað- inu. Umsóknir séu stílaðar til kirkjumálaráðuneytisins, en send- ar aðilum til umsagnar, eftir nánari ákvæðum í reglugerð. Um- sækjendur með fullnaðarprófi frá Söngskóla þjóðkirkjunnar og Kennaradeild Tónlistarskólans ganga fyrir öðrum, nema mennt- un og hæfni annarra umsækjenda sé óumdeilanlega jöfn eða meiri en hinna. IX. Tillaga til þingsályktunar um fyrningarsjóð kirkna. Flutt af séra Sigurði Pálssyni. Tillagan er svohljóðandi: Kirkjuþing ályktar að leggja til við kirkjustjórn, að sett verði ákvæði í lög um fjárhald kirkna um það, að kirkjur skuli ár hvert leggja tiltekna upphæð í fyrningarsjóð. Sjóður þessi ávaxtist í Hinum almenna kirkjusjóði. Stjórn hans skipi sóknarnefnd að viðbættum prófasti. Yfirstjórn hans sé í höndum stjórnar Hins almenna kirkjusjóðs. Sjóðnum skal varið til viðhalds og endurbyggingar kirkna. Allsherjarnefnd hafði málið til meðferðar og lagði til, að því væri vísað til kirkjuráðs til undirbúnings fyrir næsta Kirkjuþing. Tillaga nefndarinnar samþykkt sam- hljóða. X. Frumvarp um breyting á lögum um kirkjubyggingasjóð, lög nr. 43, 14. apríl 1954. Flutt af biskupi. 1. málsgr. 2. gr. orðist svo: „Ríkissjóður skal greiða í Kirkjubyggingasjóð eigi lægri upphæð en kr. 1.000.000,00 á ári næstu 20 ár.“ Á eftir 1. málsgr. 3. gr. komi: „Stjórn sjóðsins er heimilt að hækka lánsupphæðir þær, er um ræðir í 1. málsgr. þessarar gr., til samræmis við það, sem vísitala byggingarkostnaðar hefur hækkað hverju sinni frá vísitölu tímabilsins 1. október 1953 til 30. sept- ember 1954.“ Samþykkt samhljóða. XI. Frumvarp til breytingar á 1. gr. laga (nr. 24, 17. marz 1954) um sóknargjöld.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.